fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPólitíkIngi Tómasson sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Ingi Tómasson sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins verður á laugardag

Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram þann 10. mars næstkomandi. Ingi sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Eiginkona Inga er Anna Pálsdóttir hárgreiðslumeistari og eiga þau tvö börn, Pál og Hjördísi Ýr.

Ingi er 64 ára menntaður húsasmiður og starfaði lengst af hjá slökkviliði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli jafnframt stofnaði og starfrækti hann Fjarðarplast sf. ásamt tengdaföður sínum í 16 ár samhliða starfi sínu í slökkviliðinu.

Ingi var virkur í félagsstarfi slökkviliðsmanna, seinni árin hefur hann einbeitt sér að málefnum Hafnarfjarðarbæjar og tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði þar sem hann var gjaldkeri á árunum 2007-2014.

Á árunum 2006-2014 gegndi Ingi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði, var m.a. í hafnarstjórn, skipulags- og byggingarráði og umhverfis- og framkvæmdaráði. Hann skipaði 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í síðustu sveitarstjórnarkosningum, er formaður skipulags- og byggingarráðs og er í hafnarstjórn.

Áherslur Inga eru áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn með lækkun skulda sem leiðir til enn betri þjónustu og lægri álögur á íbúa og fyrirtæki, umhverfis- og samgöngumál eru meðal þeirra mála sem Ingi leggur áherslu á en hann hefur m.a. beitt sér í úrbótum á Reykjanesbraut.

Ingi vonast til að sem flestir taki þátt og hafi áhrif í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2