fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkKristín María sækist eftir 2. sætinu

Kristín María sækist eftir 2. sætinu

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði verður haldið 3.-5. mars

Kristín María Thoroddsen bæjarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem haldið verður 3.-5. mars.

Í tilkynningur á Facebooksíðu sinni í morgun segir Kristín: „Ég hef á þessu kjörtímabili unnið að heilindum fyrir Hafnarfjörð, hef leitt stóra og mikilvæga málaflokka með hagsmuni allra Hafnfirðinga að leiðarljósi og notið hverrar stundar. Að vinna að mikilvægum málum fyrir framtíð Hafnarfjarðar með frábæru fólki úr öllum flokkum eru vissulega forréttindi. Í fjögur ár hef ég starfað sem bæjarfulltrúi, formaður fræðsluráðs, formaður hafnarstjórnar, formaður fjölmargra starfshópa, eins og endurskoðun á menntastefnu Hafnarfjarðar og fleiri hópum tengda skólamálum og síðast en ekki síst, breytingu á skipulagi Hafnarfjarðarhafnar.
Ég trúi því að reynsla mín á sviði sveitastjórnarmála, menntun og óþreytandi áhugi á samfélagslegum málefnum geti gert Hafnarfjörð að enn betra bæjarfélagi. Reynsla mín sem fyrrum formaður Fram, félags Sjálfstæðisflokks Hafnarfjarðar, þátttaka mín sem varaþingmaður Suðvesturkjördæmis, varamaður í bankaráði Seðlabankans og stjórnarmaður í MBA félaginu, hefur styrkt mig sem einstakling og alla þessa reynslu tek ég með mér í þau verkefni sem að mér eru rétt. Að ónefndri reynslu minni úr lífinu sem móðir, maki og Hafnfirðingi sem þráir heilbrigt og sanngjarnt samfélag, þá brenn ég fyrir því að gera gott bæjarfélag enn betra.“

Kristín María hefur verið 11. bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sl. fjögur ár.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2