fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkKristín Thoroddsen í framboð

Kristín Thoroddsen í framboð

Gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Kristín Thoroddsen hefur tilkynnt á Facebook síðu sinn að hún gefi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi.

„Ég er dóttir, systir, móðir, maki og vinur en fyrst og fremst er ég manneskja. Með þrautseigju minni, ákveðni, víðsýni og réttlætiskennd vil ég láta gott af mér leiða og nýta eiginleika mína í þágu okkar allra. Það sem lýsir mér kannski best í stuttu máli er að ég er ekkert ólík ykkur flestum, ég steiki mitt hakk og hef keypt örugglega um 15 þúsund bleyjur. Ég hef horft upp á veikt fólk berjast fyrir lífi sínu og veit hversu erfitt það er. Ég hef hjúkrað ömmum og öfum staðið með mömmum og pöbbum, börnum og vinum og tekið þátt í gleði og sorgum þeirra. Þessi lýsing gerir mig ekki einstaka, þvert á móti, hún endurspeglar okkur öll á einn eða annan hátt.

Ég hef óbilandi trú á því að í grunninn höfum við sömu markmið, ósk um að börnin okkar geti vaxið úr grasi við bestu aðstæður. Að bæta kjör þeirra sem komnir eru á efri ár. Ég vil og mun leggja mitt á vogarskálarnar til þess að þú og ég getum lifað því lífi sem markmið okkar stendur til.

Ísland er lítil eyja og fámenn en þrátt fyrir það höfum við sýnt og sannað að með frelsi og dugnaði hvers annars getum við gert ótrúlega hluti og ekkert verkefni er okkur of stórt. Okkur voru skammtaðar dýrmætar auðlindir sem með réttri nýtingu er okkar styrkur og stoð til hagsældar. En að þessum auðlindum þarf að hlúa, þær eru ekki óþrjótandi og það er okkar sem þetta land nýtum á hverjum tíma að standa vörð um þær og tryggja að komandi kynslóðir hafi sama aðgang að þeim og við höfðum.

Hvert sandkorn og hver steinn er mikilvægur hluti af hverju fjalli , sama gildir um okkur mannfólkið, hver einstaklingur, hvert starfsheiti og hver þjóðfélagshópur er mikilvægur þegar kemur að því að búa til samfélag. Ég vona að með ákvörðun minni að taka þátt í komandi kosningum þar sem hver og einn einstaklingur tekur meðvitaða ákvörðun um framtíð sína og mátar sig við hinar ýmsu hugmyndir um betra samfélag, séum við að stíga enn eitt skref til framfara og ánægjulegrar framtíðar,“ segir Kristín í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2