fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirPólitíkLáðist að kjósa nýjan forseta bæjarstjórnar?

Láðist að kjósa nýjan forseta bæjarstjórnar?

Einar Birkir skrópaði í bæjarráði og því enginn meirihluti í ráðinu

Tímabundin forföll Guðlaugar Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur vekur margar spurningar þar sem ekki er getið tímalengdar forfallanna eins og ætlast er til í 30. gr. sveitarstjórnarlaga og heldur voru lögmæti forfallanna ekki staðfest eins og ætlast er til af sveitarstjórn ef marka má athugsemdir með frumvarpi til sveitarstjórnarlaga sem urðu að lögum. Ekki var kosið í þau ráð sem Guðlaug sat í og forföll varamanns hennar í bæjarráði varð til þess að bæjarráð er nær óstarfhæft enda enginn meirihluti í ráðinu.

Starfandi forseti bæjarstjórnar er fulltrúi minnihlutans sem setur bæjarstjórn í mjög sérstaka stöðu.

Í fundargerð bæjarstjórnar segir: Varamaður Guðlaugar, Borghildur Sölvey Sturludóttir, tekur sæti í bæjarstjórn frá og með deginum í dag og þann tíma sem forföll standa yfir, sbr. 3. mgr. 31. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og telst aðalmaður í bæjarstjórn þann tíma.

Í annarri málsgrein 30. greinar sveitarstjórnarlaga segir: Telji sveitarstjórnarmaður sig ekki geta gegnt skyldum í sveitarstjórn án óhæfilegs álags, svo sem vegna veikinda eða annarrar vinnu, getur sveitarstjórn létt af honum störfum eða veitt honum lausn úr sveitarstjórn, að hans ósk, um tiltekinn fyrir fram ákveðinn tíma eða til loka kjörtímabils.

Í athugasemd með einstökum greinum frumvarpsins þegar það var lagt fram á sínum tíma segir um þessa aðra málgrein:  „Í 2. mgr. kemur fram að telji sveitarstjórnarmaður sig ekki geta gengt skyldum í sveitarstjórn án óhæfilegs álags, svo sem vegna veikinda eða annarrar vinnu, geti sveitarstjórn létt af honum störfum eða veitt honum lausn úr sveitarstjórn um tiltekinn fyrir fram ákveðinn tíma eða til loka kjörtímabils. Mikilvægt er af tilliti til festu í störfum sveitarfélaganna að þeir sem kjörnir eru í sveitarstjórn geti ekki vikið úr þeim af geðþóttaástæðum einum. Ákvæðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en þó leiðir það orðalag málsgreinarinnar um að tímabundna lausn skuli veita um „tiltekinn fyrir fram ákveðinn tíma“ til þess að farist fyrir í ákvörðun um lausn frá störfum að tiltaka þann tíma sem um er að ræða þá yrði að líta svo á að um lausn til loka kjörtímabils væri að ræða. Er það til að auka skýrleika og festu við framkvæmd þessarar reglu.“ 

Sveitarstjórnalög 

Ástæðu forfalla ekki getið

Ekki er getið neinnar ástæðu forfalla Guðlaugar í fundargerð bæjarstjórnar.

En þar sem í fundargerðinni er vísað í 3. málgrein 31. greinar í sveitarstjórnarlögum  þá er rétt að benda á að sú grein fjallar um boðun varamanna. Þar segir í 2. grein: Þegar aðalmaður getur ekki mætt til fundar eða þarf að víkja af fundi af heilbrigðisástæðum eða af öðrum óviðráðanlegum ástæðum tekur varamaður hans sæti í sveitarstjórn á þeim fundi. Aðalmaður skal tilkynna forföll eins fljótt og auðið er og óska eftir því að varamaður verði boðaður. Forföll samkvæmt þessari málsgrein taka ávallt til viðkomandi fundar í heild, eða til loka fundar sé um það að ræða. 

Í 3. málsgrein segir: Þegar fyrirséð er að aðalmaður í sveitarstjórn mun taka hlé frá störfum vegna atvika sem greinir í 2. mgr. í a.m.k. einn mánuð skal varamaður hans taka sæti í sveitarstjórninni frá og með næsta fundi, enda séu þá ástæður forfalla enn til staðar. Þegar forföllum lýkur tekur aðalmaður sæti sitt að nýju frá og með næsta fundi. 
Þegar aðalmaður fellur frá, missir kjörgengi eða fær lausn frá starfi í sveitarstjórn skal varamaður hans taka sæti í sveitarstjórn frá og með næsta fundi.

Í athugasemd með einstökum greinum frumvarpsins þegar það var lagt fram á sínum tíma segir um þessa þriðju málgrein 31. greinar:

„Í 3. mgr. er ákvæði sem er ætlað að mæta þeim tilvikum þegar fyrirséð er að forföll sveitarstjórnarmanns eru ekki aðeins tilfallandi heldur standa í einn mánuð eða lengri tíma. Þá tekur varamaður sæti viðkomandi í sveitarstjórninni um þann tíma sem forföll standa, en þó fyrst frá og með næsta fundi eftir að viðkomandi aðalmaður tilkynnir forföll sín. Það er nauðsynlegt enda þarf sveitarstjórnin sjálf að taka til þess afstöðu hvort forföll eru lögmæt. Um það á sveitarstjórnarmaður ekki sjálfdæmi. Myndist um það ágreiningur hvort forföll eru lögmæt er sá möguleiki fyrir hendi að óska úrskurðar eða álits ráðuneytisins um það atriði. Ef varamaður hefur tekið sæti í sveitarstjórn á grundvelli 3. mgr. leiðir sú staða til þess að hann telst um þann tíma aðalmaður í sveitarstjórninni. Þetta hefur þýðingu, t.d. um það hvern skal boða til fundar svo dæmi sé tekið. 

Til nánari skýringar á því hvaða atriði geta réttlætt forföll aðalmanns skv. 2. mgr. 31. gr. eru í ákvæðinu sjálfu nefndar heilbrigðisástæður, eða önnur óviðráðanleg atvik. Undir önnur óviðráðanleg atvik geta fallið aðrar brýnar ástæður en þær sem lúta að heilbrigði, svo sem þungun, barnsburður, ættleiðing, önnur trúnaðarstörf á vegum sveitarstjórnar, brýn málefni nánustu fjölskyldu, orlofstaka samkvæmt lögum þessum, brýn félagsstörf eða ef sveitarstjórnarmanni er nauðsynlegt að vera fjarverandi vegna anna í launaðri vinnu eða eigin atvinnurekstri.“

Ekki er að sjá á fundargerð bæjarstjórnar að lögmæti forfallanna hafi verið könnuð eða staðfest.

Í 7. grein samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar segir:

Njóti forseti eða varaforsetar ekki lengur stuðnings bæjarstjórnar skal kjósa í þau embætti að nýju.

Hið sama á við ef forseti eða varaforsetar forfallast varanlega eða fá lausn frá starfi. Tilkynna skal kosningu forseta og varaforseta til innanríkisráðuneytis þegar að því loknu.

Pattstaða í bæjarráði

Bæjarstjórn kaus ekki nýjan forseta bæjarstjórnar og kaus heldur ekki fólk í þau ráð sem Guðlaug hafði setið í enda ljóst að hún gæti ekki sinnt sínum verkum. Meðal annars átti hún sæti í bæjarráði og ekki var samþykkt að Borghildur Sturludóttir, bæjarfulltrúi sem kom inn í staðinn fyrir Guðlaugu sæti fund bæjarráðs sl. fimmtudag, hvorki sem aðalmaður né varamaður.

Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar sem er í minnihluta, er forseti bæjarstjórnar og gegnir þeirri stöðu sem 1. varaforseti á meðan Guðlaug er frá vegna forfalla.

Það vekur athygli að Sjálfstæðisflokkur varð að treysta á atkvæði Samfylkingar til að koma málum í gegn á fundinum enda mætti bæjarfulltrúinn Einar Birkir ekki á fundinn.

Er það skýrt brot á 4. gr. í erindisbréfi bæjarráðs að boða ekki varamann í sinn stað.

Sjá má erindisbréfið hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2