fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMagnús Ægir vill í 4. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum

Magnús Ægir vill í 4. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum

Magnús Ægir Magnússon, rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi, sækist eftir stuðningi í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem haldið verður í mars næstkomandi.

Magnús er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, Cand Oecon próf, og með MBA próf frá Edinborgarháskóla í Skotlandi.  Hann hefur í gegnum tíðina tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og setið í hafnarstjórn í Hafnarfirði þetta kjörtímabil.

Hann leggur áherslu á að vernda hinn mikla árangur sem náðst hefur þetta kjörtímabil við rekstur og stýringu bæjarins og stuðla enn frekar að öflugu atvinnulífi og mannlífi í bænum.  Mikil tækifæri séu framundan sem næsta bæjarstjórn verður að nýta vel því Hafnarfjörður sé sannarlega bær tækifæranna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2