fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirPólitíkMargrét Gauja í framboð

Margrét Gauja í framboð

Sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar

Mar­grét Gauja Magnús­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og varaþingmaður, gef­ur kost á sér í 2. sæti í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi.

Mar­grét er 39 ára og hef­ur setið í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar frá ár­inu 2006, verið for­seti bæj­ar­stjórn­ar, formaður um­hverf­is- og fram­kvæmdaráðs, formaður fjöl­skylduráðs og stjórn­ar­formaður Sorpu Bs. Í dag á Mar­grét sæti í bæj­ar­ráði Hafn­ar­fjarðarbæj­ar og fræðsluráði. Hún er með BA-próf í upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræðum og kennslu­rétt­indi og stund­ar MA-nám í upp­eld­is- og mennt­un­arsál­fræði með áherslu á borg­ara­vit­und og lífs­sýn ungs fólks, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

„Ég tel að kraft­ar mín­ir og reynsla geti nýst vel fyr­ir Sam­fylk­ing­una í kom­andi kosn­ing­um, haf­andi verið bæj­ar­full­trúi í Hafnar­f­irði í ára­tug og varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sl. 3 ár. Ég hef mik­inn áhuga á að láta til mín taka á vett­vangi Alþing­is og berj­ast fyr­ir mál­efn­um barna­fjöl­skyldna, á sviði mennta­mála, heil­brigðismála og um­hverf­is­mála.

Ungt fólk og um­hverfi þess er mitt sér­svið og tel ég mik­il­vægt að hlúa vel að allri þeirri þjón­ustu sem að því snýr. Um­hverf­is­mál eru mér einnig hjart­ans mál og ég hef bar­ist fyr­ir auk­inni flokk­un sorps, end­ur­vinnslu og vit­und­ar­vakn­ingu á því sviði. Jafn­framt vil ég láta til mín taka við vernd­un lands og taka þátt í að gera há­lendi Íslands að þjóðgarði,“ seg­ir hún enn frem­ur í til­kynn­ingu.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um framboðið á Facebooksíðu Margrétar Gauju.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2