fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirPólitíkPíratar kalla eftir frambjóðendum

Píratar kalla eftir frambjóðendum

Píratar kalla nú eftir framboðum fyrir næstu Alþingskosningar í öllum kjördæmum nema í NA kjördæmi þar sem prófkjöri er lokið og listi hefur verið samþykktur.

Kjörgengir eru allir skráðir Píratar sem uppfylla skilyrði um kjörgengi til Alþingiskosninga. Kosningarétt í prófkjörum hafa skráðir Píratar samkvæmt lögum Pírata, eða þeir Píratar sem skráðir hafa verið í Pírata 30 dögum áður en kosningu lýkur.

Opnað var fyrir framboð hjá Pírötum á höfuðborgarsvæðinu 4. júlí en lokað verður fyrir framboð 1. ágúst. Kosning hefst í rafrænu kosningakerfi Pírata 2. ágúst og stendur til 12.ágúst. Síðustu forvöð til að skrá sig í Pírata til að hafa kosningarétt í prófkjöri eru mánudaginn 11. júlí.

Píratar hafa sett upp síðu á vef Betra Íslands þar sem óskað er eftir aðstoð almennings við að finna spurningar til að leggja fyrir frambjóðendur Pírata í prófkjörum á höfuðborgarsvæðinu.

Stefnt er að því að halda sameiginlegt prófkjör fyrir þrjú kjördæmi (Reykjavík Norður, Reykjavík Suður og Suðvesturkjördæmi) og búist er við miklum fjölda frambjóðenda. Nú er í kosningu innan þessara félaga hvort notast skuli við dreifilista útfærslu í röðun á lista að prófkjöri loknu. Tólið á Betra Ísland er því sett upp til aðstoðar kjósendum til að vita hvar áherslur frambjóðenda liggja og hvernig áherslur þeirra ríma við skoðanir kjósandans.

Kosning um hvort að slíkt fyrirkomulag verði haft á prófkjörum á höfuðborgarsvæðinu er nú í gangi í kosningakerfinu og geta skráðir Píratar í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi tekið þátt í kosningunni.

Nánari upplýsingar má finna á vef Pírata

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2