fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkPrófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum laugardaginn 10. mars - uppfært

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum laugardaginn 10. mars – uppfært

Stillt upp á lista Samfylkingar og Bjartrar framtíðar en lokað prófkjör hjá Pírötum

Svo getur farið að níu flokkar bjóði fram lista fyrir sveitarstjórnar­kosn­ingarnar í Hafnarfirði í vor. Alþingis­kosningarnar í október settu víða undir­búning fyrir sveitarstjórnar­kosningarnar á ís en Björt framtíð, Píratar, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa ákveðið hvernig valið verður á lista. Aðrir fara sér hægar en búast má við að línur skýrist í næsta mánuði. Kosið verður laugardaginn 26. maí nk.

Samfylkingin verður ekki með prófkjör eins og fyrir undanfarnar kosn­ingar, heldur mun uppstillingar­nefnd sem stjórn Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði gerir tillögu að, raða fram­bjóð­endum á lista. Ljóst er að tveir af þremur bæjarfulltrúum flokksins verða ekki í framboði, þau Gunnar Axel Axelsson og Margrét Gauja Magnús­dóttir.

Hjá Sjálfstæðisflokknum lagði kjör­nefnd fram tillögu um prófkjör sem fulltrúaráð Sjálf­stæðisfélaganna samþykkti í gær en flokk­urinn hefur oftast verið með prófkjör.

Björt framtíð vinnur að uppstillingu á lista en óvíst er enn hvenær sú upp­stilling verður tilbúin að sögn Guð­laugar Kristjáns­­dóttur oddvita flokks­ins. Segir hún fréttir af mögulegu sam­eiginlegu fram­boði með Viðreisn haf komið þeim á óvart.

Vinstri hreyfingin grænt framboð ákvað einróma á félagsfundi sl. mánudag að fara í uppstillingu við val á framboðslista félagsins í Hafnarfirði.

Framsóknarflokkurinn mun bjóða fram en ekki hefur enn verið ákveðið hvernig raðað verður á lista þó opið prófkjör sé ekki á dagskrá.

 

Píratar verða með lokað prófkjör á sama tíma og í öðrum sveitarfélögum, líklegast um mánaðamót febrúar, mars að sögn Elínar Ýrar Arnar Hafdísar­dóttur formanns Pírata í Hafnarfirði.

Miðflokkurinn stofnaði nýlega Miðflokksfélags Suðvestur­kjördæmis og var Una María Óskarsdóttir kjörin formaður þess. Ekki hafa fengist neins svör um hvernig framboðsmálum flokksins verður háttað í Hafnarfirði. Uppfært 29.1.2018: Að sögn Unu Maríu Óskarsdóttur hefur ekki verið tekin ákvörðun um framboð, eða valið, en stefnt er að því að bjóða fram í stærstu sveitarfélögum landsins.

Hjá Viðreisn er verið að fara yfir málin og segir Þorgerður Katrín Gunn­arsdóttir formaður flokksins að hér, eins og annars staðar, verði skoðað hvað skynsamlegast er að gera svo stefnumál Viðreisnar fái sem best notið sín. Geti það verið sér framboð eða í samvinnu við aðra.

Flokkur fólksins stefnir á framboð sem mun skýrast í byrjun febrúar en stofna á flokksfélag í SV-kjördæmi að sögn Guðmundar Inga Kristinssonar vara­formanns flokksins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2