fbpx
Laugardagur, janúar 4, 2025
HeimFréttirPólitíkRagnheiður sækist eftir 6. sæti á lista Pírata

Ragnheiður sækist eftir 6. sæti á lista Pírata

Ragnheiður Eiríks- og Haraldsdóttir Bjarman sækist eftir 6. sæti á lista Pírata.

„Ég er 50 ára, bý í Hafnarfirði, starfandi geðhjúkrunarfræðingur, fjögurra barna amma og á sætasta geðhjúkrunarhund í heimi, hann Mosa sem mætir með mér í vinnuna á Kleppi. Ég læt andlega og líkamlega vellíðan fólks vera forgangsatriði og brenn fyrir samfélagslegu réttlæti. Ég stefni á sæti nr. sex á lista Pírata í Hafnarfirði.

Ég hef stutt Pírata síðan þeir byrjuðu að bjóða fram, án þess að vera virk en langar núna að styðja lista Pírata í Hafnarfirði og hafa áhrif á málefni sem varða velferð bæjarbúa.

Í nánustu framtíð vil ég sjá úrbætur í félagslegri þjónustu í Hafnarfirði – ég vil að bærinn okkar verði til fyrirmyndar og veiti bestu þjónustu sem kostur er á. Ég vil sjá bæjarstjórn sem setur metnað í að sinna þeim sem minnst mega sín. Einnig vil ég að íbúalýðræði verði stóraukið og gegnsæ vinnubrögð viðhöfð í bænum.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2