fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirPólitíkRekstrar­samn­ingur um Skessuna ekki enn tilbúinn

Rekstrar­samn­ingur um Skessuna ekki enn tilbúinn

Nokkuð hefur dregist að Hafnar­fjarðarbær og FH geri rekstrarsamning um Skessuna, nýja knattspyrnuhúsið. Fyrirhugað var að samningurinn yrði lagður fram í bæjarráði dag að sögn Geirs Bjarnasonar, íþrótta- og tóm­stunda­fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar sem segir að samningagerðin hafi tafist m.a. vegna vinnu við eignaskiptasamninga í Kaplakrika.

Ef marka má samningsdrögin kaupir Hafnarfjarðarbær 67% af tímum í knattspyrnuhúsinu á gæðatímum, þ.e. frá kl. 15 til 22 á daginn og fær Íþrótta­bandalag Hafnarfjarðar tímana til úthlutunar eins og í öðrum íþróttahúsum.

Er tímunum úthlutað til íþrótta­félaganna í samræmi við iðkendafjölda og því má reikna með að FH fái um og yfir 60% af tímunum til sín þar sem félagið er með flesta iðkendur í knatt­spyrnu.

Snörp umræða á samfélagsmiðli

Snörp umræða varð á Facebook sl. mánudag um tímaúthlutan­ir í kjölfar fyrirspurnar Gunnars Axels Axelssonar, fyrrum bæjarfulltrúa til Valdimars Svavarssonar, formanns knattspyrnu­deildar FH og Ágústs Bjarna Garðars­sonar formanns bæjarráðs.

Þar spurði Gunnar Axel:

„Getur það verið að senda eigi krakka úr Hafnarfirði inn í Kópavog að æfa fótbolta í Kórnum vegna þess að til standi að leigja nýja knatthúsið í Kaplakrika til annarra, m.a. KSÍ? Og tekjurnar af því fari eitthvað allt annað en í bæjarsjóð en bærinn eigi hinsvegar að greiða fyrir leigu fyrir hafnfirsk börn sem muni æfa í Kópavogi? Vona að þetta sé ekki svona en þar sem þetta er umræðan í bænum þá væri gott að fá þetta beint í æð frá ykkur innan­búðarmönnum í Kaplakrika.“

Voru viðbrögð nokkuð hörð en þó var upplýst að leigutímar til KSÍ væru kl. 10-14.30 þegar engar æfingar hafnfirskra félaga væru.

Þann 12. september kom fram á fundi Kaplakrikahópsins að vinnu við rekstrarsamning gangi vel og að vinna við rekstrarsamning um Risann og Dverginn sé í vinnslu en aðilar séu ekki búnir að ná saman um rekstrarkostnað vegna gervigrass.

Risinn, Dvergurinn, gamla íþróttahúsið og frjálsíþróttahöllin

Þar var hópnum tilkynnt að samkomulag hafi náðst á milli bæjarins og FH um skiptingu á helstu eignum á svæðinu en eftir væri að ganga frá samkomulagi um nokkur minni atriði.

Nú er því ekki ljóst hvenær rekstarsamningur um Skessuna verður lagður fyrir bæjarráð eða eignaskiptasamningur en hann byggir á gömlum samningi bæjarins um byggingu fyrsta íþróttahússins í Kaplakrika þar sem ákvæði var um að félagið eignaðist húsið að ákveðnum árum liðnum án þess að gjald kæmi fyrir.

Uppfært 22.11.2019:

Skv. upplýsingum Ágústs Bjarna Garðarsson, formanns bæjarráðs, er töfin vegna þess að fólk er í fríi, ekkert hafi komið upp á við gerð hans.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2