fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirSigurður Pétur vill leiða Bæjarlistann

Sigurður Pétur vill leiða Bæjarlistann

Ljóst er að það verða nokkrar breytingar á forystusveit Bæjarlistans fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, en bæjarfulltrúinn, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, hefur tilkynnt að hún muni hætta sem oddviti listans.

Hefur Bæjarlistinn kallað eftir áhugasömu fólki til starfa.

Sigurður P. Sigmundsson, sem verið hefur í 4. sæti Bæjarlistans og fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðar, hefur lýst yfir áhuga sínum á að leiða listann.

„Jú, ég er tilbúinn í að leggja metnað minn í þetta verkefni ef Bæjarlistinn felur mér það. Ég hef í langan tíma haft áhuga á sveitarstjórnarmálum og vil leggja mitt af mörkum til að gera Hafnarfjörð að enn betri bæ. Bæjarlistinn er góður vettvangur til þess en að honum stendur kröftugt fólk með víðtæka þekkingu og reynslu. Bæjarlistinn hefur sérstöðu að því leyti að hann er óháð framboð sem hefur eingöngu hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi,“ segir Sigðurður P. sem er þekktur hlaupaþjálfari og átti Íslandsmetið í maraþoni um áratugaskeið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2