Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur til skoðunar kvörtun tveggja varabæjarfulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, þeirra Borghildur Sturludóttur og Péturs Óskarssonar fulltrúa Bjartrar framtíðar vegna tiltekinna atriða sem varða m.a. kjörgengi og forföll bæjarfulltrúa og framkvæmd funda bæjarstjórnar.
Ráðuneytið hefur til skoðunar hvort málið gefi tilefni til formlegrar umfjöllunar þess um stjórnsýslu sveitarfélagsins á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarnarlaga, nr. 138/2011, og hefur sent bæjarstjórn bréf af því tilefni og kallar eftir upplýsingum.
- Óskar ráðuneytið eftir afriti af erindi Guðlaugar Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur bæjarfulltrúar sem lagt var fram á fundi bæjarstjórnar 14. mars sl., þar sem hún tilkynnir um ótímabundin forföll sín og einnig er óskað að upplýst verð hvort og þá með hvaða hætti Guðlaug hafi tilkynnt um að forföllum sínum væri lokið áður en hún tók sæti á fundi bæjarstjórnar 11. apríl sl.
- Ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um hvort og þá með hvaða hætti meintur missir Einars Birkis Einarssonar á kjörgengi í bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar hafi komið til úrskurðar eða annarrar umfjöllunar í bæjarstjórn eða annars staðar í stjórnkerfi sveitarfélagsins.
- Þá óskar ráðuneytið upplýsing um tildrög þess að á fundi bæjarstjórnar 11. apríl sl. voru teknar til umfjöllunar og atkvæðagreiðslu tillögur um breytingar á skipan skipulags- og byggingarráðs og hafnarstjórnar sbr. 1. lið fundargerðar fundarins.
Er óskað eftir því að svör berist eigi síðar en föstudaginn 11. maí nk.
Það hlýtur að vera mjög brýnt að ráðuneytinu verði svarað sem allra fyrst og niðurstaða ráðuneytisins verði ljós fyrir kosningar.
Hins vegar er athyglisvert að bréfið er stílað á bæjarstjórn Hafnarfjarðar þar sem Guðlaug er forseti bæjarstjórnar og hlýtur að vera vanhæf að svara því en málið snýst m.a. um það hvort leyfi hennar hafi einmitt ekki gilt út kjörtímabilið.