fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkÞegar stórt er spurt

Þegar stórt er spurt

Margrét Tryggvadóttir skrifar

Í kosningabaráttu þeytast fram­bjóðendur um og reyna að kynna sig, flokk­inn sinn, hugsjónirnar og hug­myndafræðina. Ólíkt því sem ætla mætti af umræðunni taka flestir þátt í stjórn­málastarfi af hugsjón. Þeir vilja bæta samfélagið og trúa því að sú hugmyndafræði sem þeirra flokkur byggi á muni gera það betra. Og því trúi ég einmitt. Ég er handviss um að jafnaðarstefnan er svarið við því hvernig við getum byggt upp betra og heilbrigðara samfélag til framtíðar. Við höfum hrein­lega sannanir fyrir því. Á hinum Norð­ur­löndunum hefur hún orðið ofan á og það er sama hvar okkur ber niður – allar alþjóðlegar mælingar sýna að hinum norrænu þjóðunum vegnar best. Það er sama hvort litið er til jafnréttis kynjanna, hag­sældar, velmegunnar, heilbrigðis, lífslíkna eða frelsis í viðskiptum. Nor­ræna leiðin hefur reynst best. Þar er velferðarkerfið sterkast og best hlúð að fólki á öllum aldri.

Nýlega var ég í framhaldsskóla að kynna málefni Samfylkingarinnar fyrir áhugasömum nemendum. Krakkarnir færðu sig á milli borða en við fram­bjóðendurnir sátum kyrr og höfðum fimm mínútur til að kynna hverjum nemendahóp stefnu okkar og hugsjónir. Þegar viðburðurinn var að klárast kom til mín strákur sem hafði verið með þeim fyrstu sem við ræddum við. „Ég er með spurningu,“ sagði hann. „Ég var nefnilega að hugsa. Mér leist svo rosalega vel á allt hjá ykkur. Hver eru eiginlega gildi þeirra sem eru á móti ykkar stefnu?“

Þegar stórt er spurt, er oft fátt um svör. Flokkurinn minn berst meðal annars fyrir jöfnuði, mann­réttindum og mannúð, réttlátari skipt­ingu gæðanna, betra heilbrigðiskerfi, auknu aðgengi að sálfræðingum, sókn í menntamálum, umhverfismálum og síðast en ekki síst nýrri stjórnarskrá sem tryggir að arðurinn af auðlindunum renni til þjóðarinnar. Hver gæti svo sem verið á móti því?

Margrét Tryggvadóttir skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SV kjördæmi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2