fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkVilja heilbrigðisstarfsemi á ný í St. Jósefsspítala

Vilja heilbrigðisstarfsemi á ný í St. Jósefsspítala

Hollvinasamtök spítalans hafa sent gögn á Umboðsmann Alþingis

Árið 1987 keypti Hafnar­fjarðarbær (15%) í St. Jósefs­spítala ásamt ríkinu (85%), sjúkrahús sem þá var í fullum rekstri, sjúkrahús með um 50 legu­rými. Ráðherra heilbrigðis­mála og Landspítali Háskóla­sjúkrahús lögðu niður starfsemi St. Jósefsspítala árið 2011, elsta starfandi sjúkrahús landsins án samráðs við Hafnarfjarðarbæ sem meðeiganda sjúkrahússins.

Á aðalfundi Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala sem haldinn var 26. maí sl. kemur fram að staðreyndin í dag sé að á LSH hafi aðgerðum ekki fjölgað, biðlistar hafi myndast sem ekki voru til á meðan St. Jósefsspítali var starfræktur. Fólk liggur á göngum á LSH eftir að lyflækn­ingadeild St. Jósefsspítala var lokað. Spítalinn var umdæmis­sjúkrahús sem þjónustaði m.a. heilsugæslur höfuðborgar­svæð­isins. Komur og aðgerðir á St. Jó. voru ekki undir 70 að meðaltali á dag og aðgerðir á St. Jósefsspítala voru ódýrari en á LSH.

Á aðalfundinum var lögð fram ályktun sem samþykkt var samhljóða:

,,Ályktun aðalfundar er að heilbrigðisstarfsemi verði endur­reist í St. Jósefsspítala. Þörfin fyrir sjúkrahúsið er meiri í dag en þegar sjúkrahúsinu var lokað. Hollvinasamtökin taka undir með bæjarstjórn að Hafnfirðingar eignist þann hluta sjúkrahússins sem Hafnfirðingar eiga ekki í dag. Meta þarf lagaleg eigna­ákvæði húsnæðisins og fyrrum búnaðar sjúkrahússins og þær skemmdir sem orðið hafa á sjúkrahúsinu við þá ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að loka sjúkrahúsinu þvert á gefin loforð.­”

Hollvinasamtökin hafa sent bæjarstjóra þau gögn sem þau hafa tekið saman og sent var á Umboðsmann Alþingis með von um að það nýtist bæjarstjórn í því að endurheimta sjúkrahúsið eins og eignarréttur Hafnfirðinga var þegar þeir keyptu sjúkrahús í fullum rekstri. Þá hefur stjórn Hollvina St. Jósefsspítala, sem hagsmunasamtök þeirra fjórtán þúsund Hafnfirðinga sem skor­uðu á þáverandi heilbrigðis­yfirvöld um að sjúkrahússtarf­semi St. Jósefsspítala verði óbreytt, boðið fram aðstoð sína í þessu máli og jafnframt gert kröfu um að til þeirra verði leitað þegar ákveða á starfsemi í St. Jósefs­spítala.

Steinunn Guðnadóttir var endurkjörinn formaður hollvina­samtakann en aðrir í stjórn eru Stefanía Ásmundadóttir, Guðrún Bryndís Karlsdóttir, dr. Þórður Helgason og Árni Sverrisson.
Skráðir meðlimir í Hollvina­samtökunum eru á annað hundrað einstaklingar. Tilgangur og markmið félagsins er að bæta heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði og koma af stað heilbrigðis­tengdri starfsemi í St. Jóssefs­spítala.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2