Framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á aukakjördæmisþingi sem haldið var rafrænt í gær. Prófkjör hafði áður farið fram um efstu 5 sæti listans og gerði kjörstjórn tillögu um önnur sæti listans í samræmi við reglur flokksins.
Oddviti listans er Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Í öðru sæti á eftir honum er Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, í þriðja sæti er Anna Karen Svövudóttir, samskiptafulltrúi og ferðamálafræðingur, í fjórða sæti er Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi og í fimmta sæti er Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaður og laganemi.
„Listinn er skipaður öflugum og fjölbreyttum hópi fólks sem er tilbúið að leggja allt sitt fram í þágu Suðvesturkjördæmis og landsins alls á grunni hugsjóna Framsóknarflokksins um samvinnu og jöfnuð. Stór verkefni eru framundan og það verður ekkert hik á okkur við að búa sem best í haginn og byggja af krafti aftur upp efnahagslífið og samfélagið allt að loknum heimsfaraldrinum,” segir Willum Þór Þórsson í tilkynningu.
Framboðslisti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021
-
- Willum Þór Þórsson, Kópavogi
- Ágúst Bjarni Garðarsson, Hafnarfirði
- Anna Karen Svövudóttir, Hafnarfirði
- Kristín Hermannsdóttir, Kópavogi
- Ívar Atli Sigurjónsson, Kópavogi
- Svandís Dóra Einarsdóttir, Garðabæ
- Ómar Stefánsson, Kópavogi
- Halla Karen Kristjánsdóttir, Mosfellsbæ
- Baldur Þór Baldvinsson, Kópavogi
- Margrét Vala Marteinsdóttir, Hafnarfirði
- Valdimar Víðisson, Hafnarfirði
- Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, Garðabæ
- Einar Gunnarsson, Hafnarfirði
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir, Mosfellsbæ
- Árni Rúnar Árnason, Hafnarfirði
- Dóra Sigurðardóttir, Seltjarnarnesi
- Páll Marís Pálsson, Kópavogi
- Björg Baldursdóttir, Kópavogi
- Sigurjón Örn Þórsson, Kópavogi
- Tinna Rún Davíðsdóttir Hemstock, Garðabæ
- Einar Sveinbjörnsson, Garðabæ
- Helga Björk Jónsdóttir, Garðabæ
- Einar Bollason, Kópavogi
- Hildur Helga Gísladóttir, Hafnarfirði
- Birkir Jón Jónsson, Kópavogi
- Eygló Harðardóttir, Mosfellsbæ