Dr. Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, sagði í viðtali á Stöð 2 um jarðeldana í Grindavík að önnur byggð í Reykjanesskaga gæti verið í hættu og að það hafi verið skoðað frá árinu 2021.
„Kannski erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður,“ sagði Ármann. „En kosturinn er sá að við erum búin að sjá hvernig þetta virkar og það þýðir að við getum farið að undirbúa og hanna og gera ráð fyrir því hvernig við ætlum að bregðast við ef eitthvað fer að fara þar inn. Það er erfiðasta svæðið og ef þetta fer nú enn austar og fer að gjósa á Hengilssvæðinu líka, þá er Hveragerði komið inn í myndina og þá þarf að fara hugsa það hvernig við ætlum að leysa þau mál og þá er náttúrulega og þá er kannski stærra vandamál en er núna því þá er Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavallvirkjun komnar í hættupakkann.“
Segir hann að við verðum að fara að tengja þessa ógn inn í allt skipulag hjá okkur.
Skýrði hann ekki nánar hvers vegna svæðið yrði það erfiðasta.
Uppfært:
..þar sem gosið hefur áður er nokkuð líklegt að aftur muni gjósa
Í svari við fyrirspurn Fjarðarfrétta sagði dr. Ármann að hraunbreiður vestast í Hafnarfirði beri það með sér að þar sé farvegur hrauna og að hættan sé mest vestast í Hafnarfirði.
Aðspurður hvort hann telji að það geti farið að gjósa í Trölladyngju eða enn þá nær: „Klárlega þar sem gosið hefur áður er nokkuð líklegt að aftur muni gjósa“.