fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPúluðu af gleði til styrktar góðu málefni

Púluðu af gleði til styrktar góðu málefni

Elín Ýr er með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm og er orðin lögblind og með skerta heyrn

Það var ekkert lát á stemmningunni í Hress á Hressleikunum sem haldnir voru í 12 skiptið síðasta laugardag. Um 300 manns fylltu húsið af gleði og jákvæðri orku að sögn Lindu Bjarkar Hilmarsdóttur hjá Hress.

Æft var í tvo tíma og voru átta 30 manna litrík lið sem tóku þátt ásamt því að 30 manna starfslið Hress gaf vinnuna sína þennan dag. Það var svitnað, dansað, sungið og faðmast fyrir góðan málsstað undir upplífgandi tónlist frá Júlla diskó.

Rauði hópurinn

Í ár styrkja Hressleikarnir 43 ára Hafn­firðing, Elínu Ýr Arnars Haf­dísar­dóttur. Elín glímir við ólæknandi hrörn­u­narsjúkdóminn Usher. Sjúk­dómurinn hefur gert Elínu lögblinda og skert heyrn hennar verulega. Elín nýtur aðstoðar leiðsöguhundsins Lubba við að komast ferða sinna. Flestir sem greinast með þennan sjúkdóm geta orðið alblindir eða haldið í rörsjón og þurfa jafnvel kuðungsígræðslu vegna heyrnartaps um fertugt.

Elín er einstæð móðir Tinna Hrafns, 3 ára og Snorra Freys, 9 ára. Elín, synir hennar og Lubbi mættu á leikana og fengu hlýjar mót­tökur og stuðning frá sveittum mann­skapnum og glitti í tár á hvarmi hjá mörgum þegar Elín þakkaði fyrir sig með hjartnæmum hætti. Litla fjöl­skyldan var leyst út með glæsilegum gjöfum frá velviljuðum vinafyrirtækjum og teljum við að gjafir og peninga­fjárhæðin sem hefur verið safnað sé komin í um 1,5 milljón kr.

Elín Ýr þakkaði fyrir sig með hjartnæmum hætti. Með henni eru synir hennar Snorri Freyr og Tinni Hrafn og Linda, framkvæmdastjóri Hress.

Hinir árlegu Hressleikar eru sannar­lega gleðisprengja þar sem auðvelt er að fylla hjartað af gleði og leggja veglega inn í heilsubankann.

Hægt er að styðja við bakið á Elínu næstu daga en söfnunarreikningur hressleikanna er 135-05-71304 kt. 540497-2149. Einnig er hægt að styrkja söfnunina með kaupum á happ­drættis­miðum í móttöku Hress þessa viku.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2