fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirRafmagnslaust í allt að þremur klukkustundum

Rafmagnslaust í allt að þremur klukkustundum

Unnið við dreifistöð við Fagrahvamm fram á nótt þar sem bilunin varð

Rafmagn fór af stórum hluta Hafnarfjarðar kl. 19.15 í kvöld.

Skv. upplýsingum frá Landsneti leysti 11 kv hlið spennis 1 á Hamranesi út vegna bilunar í búnaði dreifiveitu. Mun sú bilun hafa orðið vegna framkvæmda við Reykjanesbraut en færa hefur þurft 11 kv háspennustreng vegna breikkunar Reykjanesbrautar. Skv. upplýsingum íbúa í Fagrahvammi varð mikil sprenging í dreifistöð við götuna.

Dreifistöðin við Fagrahvamm. Ljósm.: Bessi Þorsteinsson

Allir 11 kv útgangar í tengivirki Landsnets á Hamranesi voru komnir inn aftur kl. 19.57 og fékk stærsti hluti bæjarins rafmagn þá aftur. Áfram var rafmangslaust í Hvömmum og Börðum og kom rafmagn ekkki á þar aftur fyrr en um kl. 22.10 skv. upplýsingum frá HS veitum.

Miklar framkvæmdir hafa verið við dreifistöðina við Fagrahvamm þar sem bilunin varð og var unnið við hana fram á nótt.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2