Kl. 21.57 leysti Hamraneslína 1 út í Hamranesi vegna yfirstraums og varð stærstur hluti Hafnarfjarðar og hluti Garðabæjar rafmagnslaus.
Að sögn Landsnets kl. 22.15 hafði Hafnarfjarðarlína 1 verið spennusett frá Hamranesi og hafið var að koma rafmagni á í bænum. Stuttu síðar kom rafmagn á í Setbergi, hluta af miðbæ, á Álftanesi og víðar en um kl. 22.53 var rafmagn að koma á í Norðurbæ og á Hraununum.
HS Veitur Hafnarfirði vinnur að bilanaleit.