AD7 lína milli Hnoðraholts og Hamraness leysti út rétt eftir kl. 10 í kvöld og varð rafmagnslaust á Völlum og í Áslandi auk hluta Garðabæjar, Kópavogs og Reykjavíkur.
Fleiri bæjarbúar urðu varir við að ljós blikkuðu og sjónvarp um örbylgjuloftnet datt út um tíma.
Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, er verið að koma rafmagni á þessi svæði eftir öðum leiðum og rafmagn er komið á í Hafnarfirði.