Ökumaður bifreiðar misreiknaði greinilega hálku sem myndaðist hratt núna síðdegis.
Var bíllinn á leið niður Klukkuberg og þegar hann sveigði inn á Holtaberg virðist sem hálkan hafi orði til þess að bíllinn fór stjórnlaust út af götunni og ók niður loftunarstúr hitaveitu sem er á graseyju á milli vegar og gangstéttar. Gerðist þetta um kl. 18 og á leiðinni fór bíllinn yfir gangbraut yfir Holtabergið.
Einhverjar skemmdir urðu einnig á bifreiðinni en enginn var á leið yfir götuna á gangbrautinni á þessum tíma.
30 km hámarkshraði er í götunni.