Á níunda tímanum í kvöld varð vegfarandi var við að það rauk úr grasinu við innkeyrslu inn að íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum.

Sagði hann þetta vera frá rafstreng sem virtist þá liggja rétt undir yfirborðinu. Var lögreglan kölluð til og kom hún að vörmu spori. Að sögn vegfarandans virtist strengurinn tengjast götulýsingu á planinu en beðið var eftir því að rafvirki kæmi á svæðið til að aftengja strenginn.