fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirRóbert Ísak fékk brons á EM og keppir til úrslita í kvöld

Róbert Ísak fékk brons á EM og keppir til úrslita í kvöld

Róbert Ísak Jónsson hélt áfram að gera góða hluti á EM í Madeira í fyrradag er hann náði bronsverðlaunum í 200 m fjórsundi. Syndi hann á á 2,16.78 mín í undanriðli og í úrslitum á 2,14.85 mín sem er alveg við hans besta tíma. Varð hann fjórði í sundinu en þar sem gestakeppandi frá Brasilíu kom fyrstur í mark fékk Róbert bronsið

Í dag er hans aðaldagur en þá syndir hann sitt uppáhaldssund, 100 m flugsund.

Keppti hann í undanúrslitum í morgun og synti á 59,49 sek og varð fyrstur í sínum riðli og sá eini sem synti á undir einni mínútu. Var hann með annana besta tíma allra og keppir því í úrslitum sem hefjast kl. 18,24 að íslenskum tíma. Reyndar var hann með bestan tíma allra Evrópubúa því enn var það gestakeppandi frá Brasilíu sem náði bestum tíma.

Hægt er að fylgjast með úrslitum hér:

Madeira 2020 Schedule & Results | International Paralympic Committee

No Description

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2