Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golfari úr GK var útnefnd íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2021 á rafrænni hátíð sem lauk fyrir stuttu en hún var einnig útnefnd á síðasta ári.
Róbert Ísak Jónsson, sundmaður úr Firði og SH var útnefndur íþróttakarl Hafnarfjarðar árið 2021. Hann fékk verðlaunin einnig 2017.
Hátíðin hófst með undirritun áframhaldandi samnings Rio Tinto á Íslandi, Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH þars þau tvö fyrrgreindu leggja fé í sjóð til að efla kennslu þjálfara og til að hvetja til jafnréttisstarfs.
Sundfélag Hafnarfjarðar fékk ÍSÍ bikarinn
ÍSÍ bikarinn að þessu sinni hlaut að þessu sinni Sundfélag Hafnarfjarðar.
Þau voru tilnefnd til íþróttakonu og íþróttakarls Hafnarfjarðar
- Annika Fríðheim Petersen, Haukar – handknattleikur
- Anton Sveinn McKee, SH – sund
- Arnar Elí Gunnarsson, AÍH – akstursíþróttir
- Daníel Ísak Steinarsson, Keilir – golf
- Emelía Ýr Gunnarsdóttir, Fjörður – sund
- Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keilir – golf
- Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk – fimleikar
- Hilmar Örn Jónsson, FH – frjálsíþróttir
- Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH – sund
- Leo Anthony Speight, Björk – taekwondo
- Lovísa Björt Henningsdóttir, Haukar – körfuknattleikur
- Magnús Gauti Úlfarsson, BH – borðtennis
- Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk – fimleikar
- María Rún Gunnlaugsdóttir, FH – frjálsíþróttir
- Nicoló Barbizi, DÍH – dans
- Róbert Ingi Huldarsson BH – badminton
- Róbert Ísak Jónsson, Fjörður – sund
- Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH – dans
- Tjörvi Þorgeirsson, Haukar – handknattleikur
- Una Hrund Örvar BH – badminton
Aðeins íþróttafólk í hafnfirskum íþróttaliðum innan ÍBH áttu möguleika á útnefningu og þurfa ekki að búa í Hafnarfirði.