Róbert Ísak Jónsson hafnaði í 6. sæti í úrslitum í 200 metra fjórsundi í flokki S14 á Ólympíumótinu í Tókýó nú fyrir stuttu.
Synti hann á 2,12.89 mínútum og stórbætti þar með eigið Íslandsmet.
Íslandsmet hans í greininni var 2:14,16 mínútur en í undanrásunum í morgun varð hann sjöundi af átján keppendum á 2:15,37 mínútum og tryggði sér þar með sæti í átta manna úrslitasundinu.
Róbert hefur þar með lokið keppni á Ólympíumótinu en þetta var hans þriðja og síðasta grein. Hann varð sjötti í 100 metra flugsundi, tíundi í 100 metra bringusundi og nú sjötti í 200 m fjórsundi.