Rósa Katrín Möller Marinósdóttir fékk heiðursverðlaun fyrir sitt framlag til samfélagsins við að ganga um hafnarsvæðið og nærliggjandi götur og hreinsa þar bæði rusl og illgresi upp á sitt eindæmi í sínum frítíma.
Fékk hún viðurkenninguna afhenta þegar viðurkenningar voru veittar fyrir snyrtilega garða undir merkjum Snyrtileikans, sem Hafnarfjarðarbær stendur að.

Rósa, sem sjálf er úr Skerjafirðinum, býr skammt frá hafnarsvæðinu og hefur lagt mikið á sig til að gera hafnarsvæði fallegra á að líta. Er hún öðrum til fyrirmyndar, ekki síst sem eiga þau svæði sem hún hefur tekið til á.