Alls var 333 sinnum gerðar breytingar á listum flokkanna við bæjartjórnarkosningarnar í Hafnarfirði 26. maí sl.
Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og verðandi bæjarstjóri var lang oftast strikuð út af lista en kjósendur Sjálfstæðisflokksins strikuðu hana 121 sinni út af listanum en skemmst er að minnast að 37% þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins kusu hana ekki í fyrsta sæti þó hún væri sú eina sem gaf kost á sér í það sæti.
Yfirkjörstórn tók þá ákvörðun að birta ekki opinberlega lista yfir útstrikanir og breytingar en upplýsti eftirfarandi heildarbreytingar hjá flokkunum og yfirstrikanir fyrstu tveggja á hverjum lista.
B – Framsókn og óháðir: 24 breytingar
Ágúst Bjarni Garðarsson strikaður út 8 sinnum og Valdimar Víðisson 4 sinnum
C – Viðreisn: 29 breytingar
Jón Ingi Hákonarson strikaður út 3 sinnum og Vaka Ágústsdóttir 3 sinnum
D – Sjálfstæðisflokkur: 191 breyting
Rósa Guðbjartsdóttir strikuð út 121 sinnum og Kristinn Andersen strikaður út 18 sinnum
L – Bæjarlistinn: 24 breytingar
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir strikuð út 7 sinnum og Birgir Örn Guðjónsson 8 sinnum.
M – Miðflokkurinn: 19 breytingar
Sigurður Þ. Ragnarsson strikaður út 6 sinnum og Bjarney Grendal Jóhannesdóttir 2 sinnum
P – Píratar: 9 breytingar
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir strikuð út 2 x en Kári Valur Sigurðsson aldrei
S – Samfylking: 27 breytingar
Adda María Jóhannsdóttir strikuð út 9 sinnum og Friðþjófur Helgi Karlsson 8 sinnum
V – Vinstri græn: 10 breytingar
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir strikuð út einu sinni og Fjölnir Sæmundsson einu sinni.
Fjöldi breytinga á bæði við yfirstrikanir og breytingar á röð lista.
Nær ómögulegt er að ná fram breytingu á lista en a.m.k. 50% þeirra sem kjósa listann þarf til svo breyting nái fram að ganga.
Yfirstrikanir oddvitanna sem hlutfall af atkvæðum sem flokkurinn fékk:
- D – Sjálfstæðisflokkur: Rósa Guðbjartsdóttir 121 sinni, 3,1%
- B – Framsók og óháðir: Ágúst Bjarni Garðarsson 8 sinnum, 0,86%
- L – Bæjarlistinn: Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir 7 sinnum, 0,77%
- M – Miðflokkurinn: Sigurður Þ. Ragnarsson 6 sinnum, 0,68%
- S – Samfylking: Adda María Jóhannsdóttir 9 sinnum, 0,39%
- C – Viðreisn: Jón Ingi Hákonarson 3 sinnum, 0,27%
- P – Píratar: Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir 2 sinnum, 0,27%
- V – Vinstri græn: Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir 1x, 0,13%