Samfylkingin eykur fylgi sitt um 52% frá síðustu kosningum ef marka má könnun Prósents sem Fréttablaðið birti í morgun.
Sjálfstæðisflokkurinn er þó áfram stærsti flokkurinn með 34% sem er óbreytt frá síðustu kosningum en tapa manni þar sem flokkurinn græðir ekki lengi á d’Hont reglunni sem færði flokknum tvo bæjarfulltrúa umfram raunverulegt fylgi.
Nú er það hins vegar Samfylkingin sem græðir á reiknireglunni og fær 4 bæjarfulltrúa og 31% fylgi, einum fulltrúa umfram raunverulegt fylgi.
Samfylkingin gæti skv. þessari könnun myndað meirihluta með Viðreisn og Pírötum en Miðflokkurinn, Bæjarlistinn og Vinstri græn ná ekki inn manni skv. þessari könnun.
Fylgi flokkanna skv. könnuninni
Missir Miðflokkurinn um helming af fylgi sínu og VG missir um 40% af sínu fylgi en heldur sínum manni. Bæjarlistinn missir um 35% af sínu fylgi og tapar sínum manni.
Píratar halda hins vegar sínu fylgi en ná inn manni sem sýnir hvað atkvæðamagn þarf lítið að hreyfast til að niðurstöðurnar breytist verulega.
Könnunin var netkönnun framkvæmd 3. til 10. maí. Úrtakið var 680 einstaklingar og svarhlutfallið 50,5 prósent.
Töluverður fylgismunur mælist í póstnúmerunum tveimur. Sjálfstæðisflokkurinn er með 45 prósenta fylgi á Völlunum, það er í póstnúmeri 221, en aðeins 25 prósent í 220. Samfylkingin mælist aftur á móti með 36 prósent í póstnúmeri 220 en aðeins 24 prósent á Völlunum.
Lokatölur úr Hafnarfirði – Samfylkingin tapaði manni á lokametrunum