fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSamheldinn K-bekkurinn úr Öldutúnsskóla

Samheldinn K-bekkurinn úr Öldutúnsskóla

Heimsóttu skóla í Danmörku sem leiddi af sér hjónaband síðar

Krakkar sem voru saman í K-bekk í Öldutúnsskóla hittust á veitingastaðnum Krydd í hádeginu sl. sunnudag

Þetta voru þó engir krakkar lengur því þau eru fædd 1961 og því öll komin yfir sextugsaldurinn en báru aldurinn vel og horfðu á hvert annað með minningar skólaáranna í huganum.

„Flest vorum við saman í tímakennslu þegar við vorum 6 ára en bekkurinn var fyrst kallaður K-bekkur þegar við vorum sjö ára, 1. K og Guðríður Sig­urðar­dóttir kenndi bekknum fyrstu 3 árin. Þá tók Stína Gísladóttir við bekknum og kenndi okkur út allan grunn­­skólann,“  sagði Erla Bryndís Scheving Halldórsdóttir, einn bekkjar­félaginn í samtali við Fjarðar­fréttir.

Þessi K-bekkur hefur síðan haldið sambandi og verið duglegur að hittast í gegnum árin og oftar en ekki hefur kennarinn, Stína Gísladóttir, einnig mætt, stundum ein og stundum hefur Óli maðurinn hennar líka komið. Þau komust þau ekki í þetta sinn þar sem þau voru stödd norður á landi.

Stína Gísladóttir t.v. og Guðríður Sig­urðar­dóttir t.h. ásamt K-bekknum

„Stína hefur alltaf talað um okkur krakkana úr bekknum sem „börnin sín“ og okkur þykir líka mjög vænt um hana.”

Árið 1974 fór Stína með bekkinn til Danmerkur að hitta danskan bekk sem nemendurnir höfðu skrifast á við í nokkurn tíma og var það hluti af dönsku­kennslunni. Krakkarnir gistu hver um sig hjá sínum pennavini og þetta var mikið ævintýri að sögn Erlu. „Svo komu dönsku krakkarnir til Íslands árið eftir sem var líka mjög skemmtilegt. Sumir eru ennþá í sambandi við sína pennavini.“

Eftir að við kláruðum grunnskólann hætti Stína kennslu og fór í prestnám og gerðist prestur.

K-bekkjarstelpurnar eru að skipuleggja K-bekkjardag þann 1. júní nk. í tilefni af því að það eru liðin 50 ár frá Danmerkurferðinni. Búið er að panta sal og Grillvagninn og ýmislegt skemmtilegt verður gert á þeim degi, t.d. er verið að safna saman myndum úr Danmerkurferðinni að sögn Erlu.

Falleg hjónabandssaga

Tengingin við dönsku nemendurna átti eftir að setja varanleg spor á samskiptin. Vilborg Sverrisdóttir á tvö barnabörn sem dóttir hennar á með manni sem er sonur nemanda úr danska bekknum sem K-bekkurinn skrifaðist á við og heimsótti til Danmerkur
Dóttir Vilborgar Sverrisdóttur í K-bekkn­­um, María Fönn og hinn danski Ken kynntust fyrst þegar dönsku krakkarnir koma með fjöskyldur sínar til Íslands árið 2000. María var þá 15 ára og Ken 17 ára og héldu þau svo sambandi í um 2 ár með bréfaskiptum en svo fjöruðu samskiptin út.

María Fönn og Ken ásamt börnum sínum.

Síðan gerist það árið 2013 þegar Ken var í partý i Odense að þar er stödd íslensk stúlka og hann fer að segja henni að hann hafi einu sinni þekkt stelpu á Íslandi Maríu, með eitthvað svona snjónafn. Íslenska stelpan var fljót að átta sig og segir „Hún heitir María Fönn, ég þekki hana úr Hafnarfirði, við vorum saman i Setbergsskóla. Með aðstoð Facebook fann Ken Maríu Fönn sem þá bjó þá í Sviss og þau fóru að hittast. Til að gera langt mál stutt þá eru þau gift í dag og eiga tvö K-bekkjar barnabörn 7 og 3 ára og búa i Odense.

Sterk þörf á að hittast

Hópurinn sem hittist í Krydd sl. sunnudag.

Frumkvæði að samkomunni sl. sunnudag kom frá einum úr bekknum sem býr í Bandaríkjunum með sinni konu en þau voru á landinu núna í tilefni jólanna og langaði að hitta K-bekkinn.

„Hópurinn missti bekkjarfélaga, Hjört Howser, á liðnu ári, skyndilega og fyrirvaralaust og við vitum að enginn veit hver verður næstur til að fara og að lífið er núna,“ segir Erla.
Vel fór á bekkjarfélögunum þegar blaða­­maður Fjarðarfrétta leit við og greini­lega vinafundur. Þó blaðamaður sé nokkuð eldri en K-bekkingarnir, þá var þar líka fagnaðarfundur enda bær­inn ekki stór og margir vinir leynd­ust í hópnum.

Þjónar Krydds voru að bera fram gómsætan mat á borðin og blaðamanni var ekki til setunnar boðið og kvaddi þennan hressa hóp eftir að hafa smellt af nokkrum myndum.

Líklega er höfundur bekkjarmyndanna Haukur Helgason.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2