fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSamið um ferðaþjónustu fyrir lögblinda Hafnfirðinga

Samið um ferðaþjónustu fyrir lögblinda Hafnfirðinga

Hafnarfjarðarbær og Blindrafélagið hafa gert með sér þjónustusamning sem felur í sér að  Blindrafélagið taki að sér að reka ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir af Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar.

Ferðaþjónusta Blindrafélagsins er þjónustuúrræði sem notast við leigubifreiðar og tryggir hátt þjónustustig en um leið hagkvæma og góða lausn fyrir sveitarfélagið. Samningar eru gerðir við sveitarfélög, sem samkvæmt gildandi lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, bera ábyrgð á að fötluðu fólki standi til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Þjónustusvæði ferðaþjónustunnar er Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær.

Umsóknir um ferðaþjónustu og skráning ferða

Nýir umsækjendur sækja um aðgang að ferðaþjónustu Blindrafélagsins til fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðar í gegnum Mínar síður á www.hafnarfjordur.is sem fjallar um umsóknina í samræmi við gildandi reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Ferð er skilgreind í reglum þessum sem akstur frá A til B innan þjónustusvæðis. Blindrafélagið leggur til rafræn kort fyrir hvern notanda til notkunar í leigubifreiðunum sem bílstjóri notar til að skrá hverja ferð. Grunnkostnaðarhlutdeild notanda fylgir staðgreiðslufargjaldi hjá Strætó eins og það er hverju sinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2