fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirSamkomubann frá mánudegi og framhaldsskólar loka - UPPFÆRT

Samkomubann frá mánudegi og framhaldsskólar loka – UPPFÆRT

Svandís Svavarsdóttir  heilbrigðisráðherra kynnti að hún hafi að tillögu sóttvarnalæknis ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur í fjórar vikur frá miðnætti 15. mars næstkomandi. Með takmörkun er átt við viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma saman og verða þeir óheimilir.

Auk þess verði krafa um að við smærri atburði skuli vera a.m.k. 2 m fjarlægð á milli fólks.

Þá kynnti ráðherra að gert væri ráð fyrir að framhaldsskólar og háskólar loki og að nemendur verði í fjarnámi.

Leik- og grunnskólar starfi áfram en með takmörkunum sem kynntar verða.

Bannið mun gilda frá mánudegi til kl. 23.59, 12. apríl nk.

Markmið aðgerðanna er að hægja á útbreiðslu Covid – 19 svo að heilbrigðisþjónustan muni eiga auðveldara með að takast á við álag í tengslum við veirusjúkdóminn.

Eins og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra hafa viðbrögð á Íslandi til þessa beinst að fljótri greiningu einstaklinga, einangrun sýktra og sóttkví þeirra sem grunaðir eru um smit. Má telja líklegt að þessar ráðstafanir hafi komið í veg fyrir fjölmörg innlend smit. Margvíslegar  aðrar ráðstafanir hafa verið gerðar með leiðbeiningum og upplýsingagjöf til almennings, stofnana og fyrirtækja til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að vernda viðkvæma hópa og verður svo áfram.

Ákvörðun heilbrigðisráðherra miðar eins og fyrr segir að því að hægja enn frekar á útbreiðslu COVID-19 og viðhalda starfsgetu heilbrigðiskerfisins meðan á faraldri stendur.

Fjöldatakmörkun

Fjöldasamkomur þar sem 100 einstaklingar eða fleiri koma saman eru óheimilar, hvort sem er í opinberum rýmum eða í einkarýmum. Er þá m.a. vísað til:

  • Ráðstefna, málþinga, funda o.þ.h.
  • Skemmtana, s.s. tónleika, leiksýninga, bíósýninga, íþróttaviðburða og einkasamkvæma.
  • Kirkjuathafna hvers konar, s.s. vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma.
  • Annarra sambærilegra viðburða með 100 einstaklingum eða fleiri.

Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 100 einstaklingar inni í sama rými, s.s. á veitingastöðum, mötuneytum, kaffihúsum, skemmtistöðum, verslunum, sundlaugum, líkamsræktarstöð og söfnum.

Í leik- og grunnskólastarfi mega ekki vera fleiri nemendur en 20 í hverri stofu og nemendur mega ekki blandast s.s. í mötuneyti eða frímínútum.

Nálægðartakmörkun

Í takmörkuninni felst einnig að á samkomum, öllum vinnustöðum og í annarri starfsemi skuli eftir því sem unnt er, rými skipulögð með þeim hætti að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga. Þessi mörk eiga einnig við um almenningssamgöngur og aðra sambærilega starfsemi.

Takmörkun þessi á samkomu tekur ekki til skólahalds en um það er fjallað sérstaklega . Einnig tekur hún ekki til alþjóðaflugvalla og -hafna eða loftfara og skipa.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2