fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirSamþykkt að fækka akreinum við Bæjartorg

Samþykkt að fækka akreinum við Bæjartorg

Mörgum hefur þótt undarlegt að hafa tvær akreinar á Fjarðargötu þegar hún kemur að Bæjartorgi, á mótum Reykjavíkurvegar, Strandgötu, Fjarðargötu og Vesturgötu. Fjarðargatan er annars aðeins með eina akrein í hvora átt og Reykjavíkurvegur og Vesturgata sömuleiðis og því þótti undarlegt að hafa tvær akreinar næst hringtorginu og á hringtorginu sjálfu á milli Fjarðargötu og Strandgötu.

Gangbraut er yfir Fjarðargötuna á móts við Norðurbakka 1 og þar hefur verið yfir 3 akreinar að fara.

Nú hefur umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkt tillögu Vegagerðarinnar að þrengingu götunnar í eina akrein en skv. meðfylgjandi teikningu má sjá að gangbrautin er færð fjær hringtorginu án þess að skýring sé gefin á þeirri tilfærslu. Tillagan var fyrst lögð fram á fundi ráðsins 24. mars sl.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2