fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirSannfærandi sigur FH á sprækum Skagamönnum - MYNDIR

Sannfærandi sigur FH á sprækum Skagamönnum – MYNDIR

FH tók á móti ÍA í Kaplakrika í kvöld í 2. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Bæði liðin höfðu unnið í 1. umferð, FH sigraði HK 3-2 og ÍA sigraði KA 3-1.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn þó FH-ingar hafi átt hættulegri færi en hvorugu liðinu tókst að skora.

Jónatan Ingi Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins þegar um 5 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik er hann lék laglega á Brynj­ar Snæ Páls­son í hægra horninu, og stefndi að markinu nálægt enda vallarins. Skot hans var hnitmiðað úr þröngu færi og boltinn lá í netinu. Jónatan Ingi var sprækur allan leikinn enda valinn maður leiksins í leikslok.

Á 57. mínútu leiksins átti Daníel Hafsteinsson laglega sendingu inn fyrir vörn Skagamanna, á Steven Lennon sem skoraði af öryggi og FH var komið í 2-0.

FH-ingar hefðu auðveldlega getað aukið forskotið stuttu síðar er Steven Lennon var kominn upp að markinu, aðeins með markmanninn fyrir framan sig er hann gaf til baka á Daníel sem hitti ekki markið úr upplögðu færi.

Og mörkin hefðu getað orðið enn fleiri því Morten Beck Andersen skaut í stöng úr dauðafæri.

Á 83. mínútu fengu Skagamenn víti og minnkuðu muninn í eitt mark. Reyndar áttu Skagamenn hörkuskot að marki stuttu áður sem Gunnar Nielsen varði meistaralega.

Nokkuð skemmtilegur leikur og hefðu mörkin getað orðið mun fleiri en lið Skagamanna er ferskt og gæti skorað á ólíklegustu stundum.

Sanngjarn sigur FH staðreynd.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2