Óveðrið olli víða skemmdum og hlutir fuku.
Hjá Trefjum á Óseyrarbrautini, þar sem getur orðið mjög vindasamt, hrifsaði vindurinn saunatunnu sem stóð fyrir utan fyrirtækið og rúllaði nokkra hringi.
Náðist atvikið á eftirlitsmyndavél og má sjá það hér að neðan.
Enn eru vatnspollar að vandræðum á götum bæjarins og m.a. var akrein lokuð við Flugvelli. Dælubílar voru á ferð um bæinn og var reynt að losa úr niðurföllunum, en í þeim eru sandföng sem eiga að geta tekið þó nokkurn sand áður en þau stífla niðurfallið.
![](https://www.fjardarfrettir.is/wp-content/uploads/Vatnselgur-daelubill-Midvangur-3-1024x576.avif)
![](https://www.fjardarfrettir.is/wp-content/uploads/Vatnselgur-daelubill-Midvangur-1-1024x576.avif)
![](https://www.fjardarfrettir.is/wp-content/uploads/Selhella-Flugvellir-vatn-1024x576.avif)