fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSegir ráðuneyti að vatnsgjald hafa lækkað um 51,8% þó tekjurnar hafi aukist...

Segir ráðuneyti að vatnsgjald hafa lækkað um 51,8% þó tekjurnar hafi aukist um 38,5%

Bæjarstjóri svarar bréfi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi öllum sveitarfélögum bréf í nóvember sl. þar sem minnt var á að óheimilt væri með öllu að taka mið af arðsemiskröfum af því fjármagni sem bundið væri í rekstri vatnsveitna við ákvörðun á upphæð vatnsgjalds í gjaldskrám sveitarfélaga. Jafnframt var áréttað að sveitarfélögum væri einnig óheimilt að greiða sér arð úr rekstri vatnsveitna.

Í bréfinu var óskað eftir því að gjaldskrárnar væru yfirfarnar með hliðsjón af ábendingum í bréfinu. Var einnig óskað eftir því að ráðuneytið yrði upplýst með stuttri samantekt um þau atriði og gögn sem gjaldskrár vatnsveitna væru byggðar á. Var óskað eftir að upplýsingarnar bærust ráðuneytinu eigi síðar en 13. desember sl.

Tæpum tveimur mánuðum síðar svaraði Rósa Guðbjartsdóttir bréfi ráðuneytisins þar sem upplýst er að stofn til álagningar vatnsgjalds sé fasteignamat viðkomandi eignar og sé álagningarprósentan nú 0,054% af íbúðarhúsnæði. Segir hún hófsemi gætt við ákvörðun álagningar og upplýsir að gjaldið hafi verið 0,112% árið 2011 og hafi því verið lækkað um 51,8% á tímabilinu.

Bæjarstjóri segir vatnsgjald hafa lækkað um 51,8% þó tekjurnar hafi aukist um 38,5%

Upplýsir hún ekki að fasteignamat hafi hækkað gríðarlega frá árinu 2011 og heildartekjur Hafnarfjarðarbæjar af fasteignasköttum hafa á þessu tímabili hækkað um 65% eða um tæpan 1,1 milljarð kr. Á þessum tíma hafa tekjur Hafnarfjarðarbæjar af vatnsgjaldi hækkað um 38,5%.

Niðurstaða rekstrar Vatnsveitunnar eftir framkvæmdir hefur verið jákvæð undanfarin ár og allar skuldir vatnsveitu voru greiddar upp árið 2015.

Greiðir 89 milljónir kr. til bæjarsjóðs í „þjónustugjald“

Vatnsveita leggur til 89 milljónir kr. vegna umsýslu sinna eininga inn í A-hluta bæjarsjóðs. Þessa gjalds er ekki getið í bréfinu til ráðuneytisins en þetta eru um 20% af rekstrargjöldum Vatnsveitunnar.

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 60,8 millj. kr. hagnaði eftir 92 millj. kr. framkvæmdir en gert er ráð fyrir að tekjur veitunnar verði 439,4 milljónir kr. í vatnsgjöldum.

Í svari bæjarstjóra við bréfi ráðuneytisins segir að sjóðir vatnsveitu verði notaðir til fjárfestinga en fjárfestingaþörf á næstu fimm árum nemi 1.069,5 milljónum króna og 2.542 milljónum króna á næstu átta árum. (Skrifar bæjarstjórinn reyndar þúsundum króna).

Úr svarbréfi Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra: Þarna á auðvitað að standa 2.542 milljónir kr. en ekki þúsundum kr. og 1.285 milljónir kr. en ekki milljarður kr.

Stærstu fjárfestingarnar eru virkjun vatnsbóls í Fagradal, 1,285 milljarður króna, vatnsöflun frá Kaldárbotnum, 607 milljónum króna og endurnýjun stofn- og heimæða í eldri hverfum 650 milljónir króna.

Hvergi hafa kostnaðaráætlanir þessara framkvæmda verið birtar bæjarbúum né hefur framkvæmdaáætlun verið kynnt og ef leitað er í fundargerðum bæjarráðs finnst síðast í desember 2012 að minnst á Fagradal þar sem bæjarráð þakkar vatnsveitustjóra kynningu á neysluvatnsvernd vegna athugasemda heilbrigðisteftirlits vegna Bláfjallasvæðis og fól ráðið bæjarstjóra að taka upp viðræður við Grindarvíkurbæ varðandi skipulag í Fagradal vegna vatnsöflunar.

Yfirlit yfir fjárfestingarverkefni Vatnsveitu frá júní 2019

Hins vegar fengu Fjarðarfréttir framkvæmdaáætlun senda eftir ósk þar um í júní sl.

Svarbréf bæjarstjóra

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2