fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSemja við lægstbjóðandi, Þarfaþing hf. um byggingu leikskóla

Semja við lægstbjóðandi, Þarfaþing hf. um byggingu leikskóla

Átta tilbáð bárust í hönnun og byggingu leikskóla við Áshamar í Hamreneshverfi.

Áætlaður kostnaður Hafnarfjarðarbæjar var 984 milljónir kr. en lægsta tilboðið kom frá hafnfirska verktakafyrirtækinu Þarfaþingi hf., 877,5 milljónir kr. en hæsta tilboðð kom frá Hrafnshóli, 1.295 milljónir kr.

Voru tillögurnar metnar eftir því hvort byggingin falli vel að umhverfi sínu, eftir rekstrarlegu hæfi, innra og ytra fyrirkomulagi og eftir tæknilegum lausnum og efnisvali og var svo hverri tillögu gefin matseinkunn.

Tilboðsverð var svo margfaldað með matseinkunninni til að fá hagstæðasta tilboðið.

Reiknuð tilboðsupphæð sem sýnir að matseinkunninn breytti engu um röðunina. Tillagan sem fékk hæstu einkunn lendir í neðsa sæti og tillagan sem með þriðju lægstu einkunnina lendir í þriðja efsta sæti.

Ttilboð Þarfaþings hf., var því metið hagstæðast, 877.544.044 kr. og ákvað umhverfis- og framkvæmdaráð að heimila að leitað sé samninga við lægstbjóðandi, Þarfaþing hf.

Vinningstillagan

Húsið er byggt úr timbureiningum frá Modulus í Eistlandi, klætt að utan með standandi
timburklæðningu.

Í mati á tillögunni segir að hún sé er stílhrein og aðkomuleiðir greinilegar, skyggni við leiksvæði býjóði upp á möguleika í leik auk þess kasta skugga á stóra gluggafleti. Litaval einhæft.

Það sem talið er jákvætt við tillöguna er, þrískipting húsnæðis í tveggja deilda einingar. Gangar aflokaðir með hurðum. Gott þurrkrými og góð aðkoma að öllum deildum frá bílastæðum. Góð yfirsýn á lóð og mögulega skjól.

Það sem talið er neikvætt við tillöguna er, langur mjór gangur. Ef gert er ráð fyrir opnum sal verður mikil truflun frá umgangi eftir gangi. Listasmiðja er inn af sal og langt á milli þvottahúss og eldhúss. Fundarherbergi er ílangt með hurð í annan enda og glugga í hinn, erfitt að koma fyrir skjá eða sýningartjaldi. Gluggalaus rými eru á þremur deildum.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2