Á öðrum tímanum í dag missti ökumaður bifreiðar stjórn á honum er hann var að koma inn vistgötuna Fjarðargötu frá Lækjargötu.
Lenti hann í árekstri við bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt og lenti svo á kyrrstæðum bílum sem köstuðust svo á aðrar kyrrstæðar bifreiðar.
Alls virðast sex bifreiðar hafa skemmst í árekstrinum.
Enginn slasaðis að sögn viðbragðsaðila en sjónarvottur sá mann með blóð á höfði sem þó virtist ekki vera alvarlegt.
Mikill viðbúnaður var við árekstrinum, tveir sjúkrabílar, slökkvibifreið og nokkra lögreglubifreiðar, merktar og ómerktar.
Ekki var á ljósu hver ástæða árekstursins var en líklegt er talið að ökumaður hafi stigið á bensíngjöfina í stað bremsu og að þetta hafi verið óviljaverk.