fbpx
Sunnudagur, desember 22, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSex efstu á framboðslistum í Suðvesturkjördæmi

Sex efstu á framboðslistum í Suðvesturkjördæmi

Tíu flokkar bjóða fram til Alþingis í Suðvesturkjördæmi.

Misjafnt er hvernig búseta efstu sex manna dreifist en 13,3% þeirra, eða átta talsins, búa ekki í kjördæminu, 6 búa í Reykjavík og 2 í Reykjanesbæ. Hæsta hlutfall frambjóðenda utan kjördæmis í efstu 6 sætunum eru hjá Sósíalistum, helmingur og þriðjungur hjá flokki fólksins.

Af þeim 60 sem skipa efstu sæti flokkanna koma 17 úr Hafnarfirði, 15 úr Kópavogi, 11 úr Garðabæ, 7 úr Garðabæ og 2 frá Seltjarnarnesi.

Á 7 af 10 listum eru tveir frambjóðendur frá Hafnarfirði en einn hjá Miðflokki, Pírötum og Sjálfstæðisflokki.

(Fyrirvari er tekinn um rétt skráða búsetu)

Flokkur fólksins

  1. Guðmundur Ingi Kristinsson, alþingismaður, Kópavogi
  2. Jónína Björk Óskarsdóttir, skrifstofustjóri, Kópavogi
  3. Grétar Mar Jónsson, sjómaður, Hafnarfirði
  4. Þóra Gunnlaug Briem, tölvunarfræðingur, Hafnarfirði
  5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari og námsráðgjafi, Reykjavík
  6. Stefanía Sesselja Hinriksdóttir, bifvéla- og bifhjólavirki, Reykjavík

Framsóknarflokkurinn

  1. Willum Þór Þórsson, ráðherra, Kópavogi
  2. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður, Hafnarfirði
  3. Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, Mosfellsbæ
  4. Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður og bæjarfulltrúi, Hafnarfirði
  5. Heiðdís Geirsdóttir, félagsfræðingur, Kópavogi
  6. Svandís Dóra Einarsdóttir, leikkona, Kópavogi

Lýðræðisflokkurinn

  1. Arnar Þór Jónsson, lögmaður, Garðabæ
  2. Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari, Hafnarfirði
  3. Magnús Gehringer, framkvæmdarstjóri, Hafnarfirði
  4. Helgi Magnús Hermannsson, framkvæmdarstjóri, Garðabæ
  5. Haraldur Haraldsson, markaðssérfræðingur, Kópavogi
  6. Anna Soffía Kristjánsdóttir, arkitekt, Garðabæ

Miðflokkurinn

  1. Bergþór Ólason, alþingismaður, Garðabæ
  2. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, viðskiptafræðingur, Garðabæ
  3. Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður, Garðabæ
  4. Anton Sveinn McKee, viðskiptafræðingur, Hafnarfirði
  5. Lárus Guðmundsson, markaðsstjóri, Garðabæ
  6. Lóa Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá Seðlabankanum, Mosfellsbæ

Píratar

  1. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ
  2. Gísli Rafn Ólafsson, alþingismaður, Reykjanesbæ
  3. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi og sálfræðingur, Kópavogi
  4. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, sérfræðingur, Kópavogi
  5. Indriði Ingi Stefánsson, hugbúnaðarsérfræðingur, Kópavogi
  6. Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, þroskaþjálfi, Hafnarfirði

Samfylkingin

  1. Alma Möller, landlæknir, Kópavogi
  2. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi, Seltjarnarnesi
  3. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður, Garðabæ
  4. Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi og kennari, Hafnarfirði
  5. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögmaður, Kópavogi
  6. Hildur Rós Guðbjargardóttir, umsjónarkennari, Hafnarfirði

Sjálfstæðisflokkurinn

  1. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Garðabæ
  2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Kópavogi
  3. Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ
  4. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, Hafnarfirði
  5. Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi
  6. Árni Helgason, lögmaður, Seltjarnarnesi

Sósíalistaflokkurinn

  1. Davíð Þór Jónsson, prestur, Reykjavík
  2. Margrét Pétursdóttir, verkakona, Hafnarfirði
  3. Sara Stef Hildar, bókasafns- og upplýsingafræðingur, Kópavogi
  4. Kristbjörg Eva Andersen Ramos, teymisstjóri íbúðarkjarna, Reykjavík
  5. Marzuk Ingi Lamsiah Svanlaugar, forritari, Reykjanesbæ
  6. Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, kennari, Hafnarfirði

Vinstri græn

  1. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, Kjós
  2. Eva Dögg Davíðsdóttir, alþingismaður og sérfræðingur í sjálfbærni, Reykjavík
  3. Paola Cardenas, formaður innflytjendaráðs og klínískur sálfræðingur, Kópavogi
  4. Arnór Ingi Egilsson, háskólanemi, Hafnarfirði
  5. Una Hildardóttir, háskólanemi og varaþingmaður, Mosfellsbæ
  6. Fjölnir Sæmundsson, form. Landssambands lögreglumanna og varaform. BSRB, Hafnarfirði

Viðreisn

  1. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþingismaður, Hafnarfirði
  2. Sigmar Guðmundsson, alþingismaður, Reykjavík
  3. Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs, Garðabæ
  4. Karólína Helga Símonardóttir, framkvæmdarstjóri, Hafnarfirði
  5. Valdimar Breiðfjörð Birgisson, markaðsstjóri, Mosfellsbæ
  6. V. Ester Halldórsdóttir, verkefnastjóri, Garðabæ

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2