fbpx
Miðvikudagur, janúar 1, 2025
HeimFréttirSH þrefaldur bikarmeistari í sundi og Anton Sveinn sundkarl ársins hjá SSÍ

SH þrefaldur bikarmeistari í sundi og Anton Sveinn sundkarl ársins hjá SSÍ

Anton Sveinn McKee sundkarl ársins sjötta árið í röð

Sundfélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í kvenna og karlaflokki. Íslandsmet í lokagreininni og Sundfélag Akraness vinnur sig upp um deild í kvennaflokki.

Bikarkeppni Sundsambands Íslands lauk í Laugardalslaug í Reykjavík í gærkvöldi eftir æsispennandi lokahluta þar sem Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari í 1. deild karla og kvenna. B-lið SH sigraði einnig í 2. deild karla en Sundfélag Akraness sigraði í 2. deild kvenna en Sundfélag Hafnarfjarðar varð í öðru sæti.

Einkar gæsilegur árangur hjá SH-ingum og til að toppa þetta bætti kvennasveit SH Íslandsmetið í 4×100 m skriðsundi á 4:37.89 mínútum. Sveitina skipuðu þær Kristín Helga Hákonardóttir, Vala Dís Cicero, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Birgitta Ingólfsdóttir.

Lokastigastaða

1. deild karla

Bikarmeistarar SH karla

1. Sundfélag Hafnarfjarðar – 16.754 stig
2. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar – 14.806 stig
3. Sunddeild Breiðabliks – 12.746 stig
4. Sundfélag Akraness – 10.509 stig
5. Sundfélagið Ægir – 10.486 stig
6. Sunddeild Ármanns – 9.234 stig

1. deild kvenna

Bikarmeistarar SH kvenna

1. Sundfélag Hafnarfjarðar – 15.859 stig
2. Sunddeild Breiðabliks – 14.967 stig
3. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar – 14.224 stig
4. Sundfélagið Ægir – 12.584 stig
5. Sunddeild Ármanns – 11.448 stig
6. UMSK – 10.117 stig

2. deild karla

Bikarmieistarar SH karla í 2. deild

1. Sundfélag Hafnarfjarðar B-lið – 12.469 stig
2. Sunddeild KR – 4.116 stig

2. deild kvenna

1. Sundfélag Akraness – 11.634 stig
2. Sundfélag Hafnarfjarðar B-lið – 10.841 stig
3. Sunddeild Breiðabliks B-lið  – 9.793 stig
4. Sunddeild KR – 2.571 stig

Anton Sveinn McKee sundkarl ársins sjötta árið í röð

Anton Sveinn McKee, sem verður þrítugur á morgun, 18.desember, hefur verið útnefndur sundmaður ársins hjá Sundsambandi Íslands sjötta árið í röð.

Anton Sveinn Mc Kee ásamt Birni formanni SSÍ

Í umsögn SSÍ um hann segir:

Anton Sveinn synti í úrslitum á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug nú í byrjun desember. Þar gerði hann sé lítið fyrir og tryggði sér silfurverðlaun í 200m bringusundi.

Anton Sveinn synti á Heimsmeistaramótinu í 50m laug í Fukuoka í júní þar sem hann komst í 8 manna úrslit í 200m bringusundi og varð í 7. Sæti.  Á sama móti varð hann í 21. sæti í 100m bringusundi.

Anton Sveinn er í 2. sæti á heimslistanum í 200m bringusundi í 25m laug, hann er einnig nr 2 á heimslistanum í 25m laug.  Í 50m laug stendur hann í 15. Sæti í 200m bringusundi og í 5. sæti á lista yfir hröðustu sundmenn í Evrópu í sömu grein.
Anton býr í Vestur-Virginíuríki þar sem hann stundar æfingar, en eins og flestir vita var hann eini íslenski íþróttamaðurinn sem náði A- lágmarki fyrir ÓL í Tokyo 2020 og sem stendur er hann eini Íþróttamaðurinn á Íslandi sem hefur tryggt sér inn á Ólympíuleikana í París 2024.

Anton Sveinn er góð fyrirmynd jafnt sem sundmaður og íþróttamaður utan laugar. Hann hefur sýnt góða ástundun og mikla þrautseigju. Ólympíuleikarnir í Tókýó voru þeir þriðju sem Anton hefur tekið þátt í og nú undirbýr hann sig fyrir fjórðu Ólympíuleikana í París 2024 og skipar sér þar með í sérflokk meðal íslenskra íþróttamanna.

Anton hefur verið eljusamur/duglegur við að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungra og upprennandi sundmanna á undanförnum misserum.

Anton er afar vel að tilnefningunni kominn og við hjá SSÍ óskum Antoni Sveini til hamingju með að vera valinn Sundmaður ársins 2023.

Snæfríður Sól er sundkona ársins

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sem syndir fyrir Álaborg í Danmörku var útnefnd sundkona ársins.

Við val á sundmanni ársins er stuðst við eftirfarandi viðmið:

  • FINA stig úr bestu grein sundfólksins eru vegin saman í báðum brautarlengdum.
  • Árangri samkvæmt úrslitum á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum.
  • Árangri einstaklings (personal best) á IOC, FINA, LEN, GSSE, NSF.Íslandsmeti
  • í samanburði við alþjóðleg met í báðum brautarlengdu.Staða
  • á heimslista í desember 2023 er vegin saman í báðum brautarlengdum.
  • Þátttaka í landsliðsverkefnum.
  • Árangur í landsliðsverkefnum.
  • Ástundun sundfólksins.
  • Íþróttamannsleg framkoma sundfólksins.
  • Við mat á árangri vegur árangur í langri braut 100% og í styttri braut 75%.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2