Hafnfirðingurinn Sigurður Kristjánsson fékk silfur í Norðurlandamótinu í snóker sem fór fram í Árhúsum í Danmörku fyrir viku síðan.
Sigurður komst taplaus í gegnum riðlakeppnina og alla leið í úrslit en tapaði þar, 1-5, gegn Christopher Vejlager frá Danmörku.
Átta Íslendingar tóku þátt á mótinu en Sigurður var sá eini þeirra sem komst upp úr sínum riðli. Er þetta besti árangur Íslendings á mótinu síðan Kristján Helgason varð Norðurlandameistari árið 2017.
Sigurður lenti í 2. sæti í Íslandsmótinu í fyrra og sigraði öll sex stigamótin sem haldin voru þá.