fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSig­urður Kristjáns­son endaði í öðru sæti í Norður­landa­mót­inu í snóker

Sig­urður Kristjáns­son endaði í öðru sæti í Norður­landa­mót­inu í snóker

Hafnfirðingurinn Sig­urður Kristjáns­son fékk silfur í Norður­landa­mót­inu í snóker sem fór fram í Árhús­um í Dan­mörku fyrir viku síðan.

Sig­urður komst taplaus í gegnum riðlakeppnina og alla leið í úr­slit en tapaði þar, 1-5, gegn Christoph­er Vejla­ger frá Danmörku.

Átta Íslend­ing­ar tóku þátt á mót­inu en Sig­urður var sá eini þeirra sem komst upp úr sín­um riðli. Er þetta besti ár­ang­ur Íslend­ings á mót­inu síðan Kristján Helga­son varð Norðurlandameistari árið 2017.

Sigurður lenti í 2. sæti í Íslandsmótinu í fyrra og sigraði öll sex stigamótin sem haldin voru þá.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2