Lionsklúbbur Hafnarfjarðar útnefndi í síðustu viku Gaflara ársins í tuttugasta sinn.
Í ár varð það leikarinn Sigurður Sigurjónsson sem var heiðraður fyrir hans störf í þágu leiklistarinnar.
Fór athöfnin fram í húsakynnum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar en Sigurður var virkur félagi í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði á sínum yngri árum.
Alls hafa 20 einstaklingur verið útnefndur Gaflari ársins af Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, einu sinni voru tveir einstaklingar útnefndir saman og einu sinni hefur hópur verið tilnefndur.
- 1999 Sigurbergur Sveinsson, Fjarðarkaupum
- 2000 Örn Arnarson sundmaður úr SH
- 2003 Ágúst G. Sigurðsson og Guðrún H. Lárusson í Stálskipum
- 2004 Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH
- 2005 Jóhannes Viðar Bjarnason í Fjörukránni
- 2006 Lúðvík Geirsson bæjarstjóri
- 2007 Hulda Runólfsdóttir kennari
- 2008 Björgvin Halldórsson tónlistarmaður
- 2009 Helgi Vilhjálmsson í Góu
- 2010 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona
- 2011 Hólmfríður Finnbogadóttir í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar
- 2012 Lovísa Christiansen hjá Krýsuvíkursamtökunum
- 2013 Karlakórinn Þrestir
- 2014 Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, myndlistarkona
- 2015 Árni Gunnlaugsson, lögfræðingur og tónskáld
- 2016 Eiríkur Smith myndlistarmaður
- 2017 Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH
- 2018 Birna Ragnarsdóttir í RB rúmum
- 2019 Haraldur Þór Ólason í Furu
- 2021 Sigurður Sigurjónsson leikari
Samantekt lista: Fjarðarfréttir