fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSjaldgæfur ís á höfninni

Sjaldgæfur ís á höfninni

Hinn langi frostakafli hefur gert það að verkum að Hafnarfjarðarhöfn hefur lagt en það er afar sjaldgæft að hana leggi út að hafnargörðum og hefur líklega ekki gert síðan hafnargarðarnir voru byggðir.

Ljósmynd af frosinni Hafnarfjarðarhöfn
Sólin lágt á lofti og skuggarnir mjög langir

Í fallegu veðri hafa húsin speglast í ísnum og höfnin orðið vinsælt myndefni.

Ljósmynd af frosinni Hafnarfjarðarhöfn
Rennislétt höfnin og frosin.

En frostið hefur haft ýmsar verri afleiðingar því vatnsleiðslur hafa frosið og jafnvel hefur frosið í skolplögnum við nýlegt atvinnuhúsnæði.

Heimtaugin að skátaskálanum Skátalundi við Hvaleyrarvatn er frosin en hún liggur undir Hvaleyrarvatni sem er botnfrosið. Því hafa nýju salernin ekki verið opin að undaförnu og óvíst hvenær þiðni nægilega.

Ljósmynd af frosinni Hafnarfjarðarhöfn
Skúturnar fastar í ísnum.
Ljósmynd af frosinni Hafnarfjarðarhöfn
Sjá má hvar bátar hafa farið um og aftur hefur frosið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2