Eins og greint hefur verið frá anna bílastæðin við við Lambagjá enganveginn þeim fjölda sem sækir svæðið við Helgafell heim daglega. Hafa m.a. rekstraraðilar Kaldársels kvartað yfir því að fólk leggi í vegakantinum framan við hliðið að gamla veginum að Kaldárseli og benda á að stundum hafi bílar alveg lokað fyrir umferð.
Þeir sem þarna hafa sett upp hlið og skilti sem banna að leggja bifreiðum virðast hins vegar ekki þekkja til reglna um umferðarskilti og skilti sem er við hliðið gildir aðeins þeim megin sem skiltið er og frá skiltinu í akstursstefnu. Gildir það í raun að næstu gatnamótum ef ekki er annað merkt.
Handgert skilti, sem hafði fokið um koll þegar blaðamaður kom að, hefur enga lögformlega merkingu en þegar það sést ættu ökumenn þó að átta sig að þarna getur verið varasamt að trufla neyðarumferð og leyfilega umferð um.
Til þess að banna lagningu á vegstubbnum framan við hliðið þarf að setja upp skilti báðum megin við veginn og í raun við krossgötuna svo þau komi að gagni framan við skiltið.
En krafist er rafmagnsskiltis sem eflaust greiðist úr bæjarsjóði án þess að það í sjálfu sér leysni neinn vanda.
Ökumenn sem fara þarna um eru hvattir til að virða það að þarna þurfa m.a. sjúkrabílar að geta komist um og aldrei er löglegt að loka vegi eða trufla umferð með bílum sem lagt er.