fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirSkipulagðri dagskrá sjómannadagsins aflýst í fyrsta sinn í 82 ár

Skipulagðri dagskrá sjómannadagsins aflýst í fyrsta sinn í 82 ár

Skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn í Reykjavík sunnudaginn 7. júní hefur verið aflýst í ár vegna aðstæðna í samfélaginu. Þetta er í fyrsta sinn í áttatíu og þriggja ára sögu ráðsins sem dagskránni er aflýst, en sjómannadagurinn var fyrst haldinn 1938. Einnig fellur dagskrá Hátíðar hafsins niður, sem halda átti 6. og 7. júní við Gömlu höfnina.

Allt bendir til þess að sama verði upp á teningnum í Hafnarfirði en að sögn Andra Ómarssonar verkefnastjóra hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið beðið eftir fréttum frá Sjómannadagsráði.

Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins hefur allt frá árinu 1938 gengist fyrir skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn og aldrei fyrr í sögu Sjómannadagsráðs hafa þessir viðburðir fallið niður enda er sjómannadagurinn ekki síst helgaður minningu látinna sjómanna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2