fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkipulagsmál11 ný einbýlishús við Hjallabraut með einu bílastæði við hvert hús

11 ný einbýlishús við Hjallabraut með einu bílastæði við hvert hús

Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum í dag

Taka átti til afgreiðslu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag breytingu á bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna breyttrar landnotkunar við Hjallabraut á milli skátaheimilisins Hraunbyrgis og húsa við Víðivang, gengt Skjólvangi.

Þar er gert ráð fyrir að byggja 11 einbýlishús sem verða 135 m² hvert á tveimur hæðum.

Afgreiðslu málsin var frestað og skv. upplýsingum Kristins Andersen, forseta bæjarstjórnar voru óskir um það í bæjarstjórnarhópnum að skoða málið frekar og segir hann að ekkert sérstakt atriði hafi legið þar að baki.

Ellefu 135 m² tveggja hæða hús

Í tillögu að deiliskilmálum er gert ráð fyrir að húsin standi í tveimur röðum, sjö meðfram Hjallabraut og fjögur austan við göngu- og hjólastíg sem jafnframt verði akvegur að húsunum.

Deiliskipulagstillagan sem liggur fyrir í dag

.

Skýringartillaga með deiliskipulagstillögunni. Hún segir hins vegar lítið um endanlegt útlit húsanna.

Eitt bílastæði við hús og aðkoma í gegnum bílastæðin við Skátaheimilið

Hér má sjá aðkomuna að húsunum og deplarnir eru tákn fyrir fjarstýrt hlið að lóð húsanna. Smelltu á myndina til að stækka.

Aðeins er gert ráð fyrir einu bílastæði við hvert hús og er ekið að húsunum og bílastæðunum í gegnum bílastæðin við skátaheimilið og yfir göngustíg. Gert er ráð fyrir fjarstýrðri lokun á hliði að sameiginlegri lóð húsanna.

Bílastæðin við skátaheimilið eru á bæjarlandi en engin bílastæði eru á lóð skátanna skv. skipulagi. Bílastæðum við Víðistaðatún hefur fækkað verulega frá því sem áður var ætlað m.a. með byggingu grunnskóla þar sem áður var gert ráð fyrir bílastæðum.

Því vekur það athygli að ekkert er fjallað um þau áhrif sem þetta nýja deiliskipulag getur haft á aðkomu gangandi og annarra að skátaheimilinu og að Víðistaðatúni.

Hér má sjá göngustíginn sem þvera þarf til að komast að húsunum en aðal aðkoma að skátaheimilinu er um þennan stíg frá bílastæðunum
Horft yfir svæðið að Skjólvangi

Gert er ráð fyrir djúpgámum fyrir húsin í stað ruslatunna en gert er ráð fyrir þeim á bæjarlandi á milli göngustígs og bílastæðanna við skátaheimilið. Gera þarf ráð fyrir að stórir bílar komist að til að tæma gámana.

Frestur til athugasemda

Haldinn hefur verið kynningarfundur fyrir nágranna en eftir að bæjarstjórn hefur samþykkt aðalskipulagið og deiliskipulagið verða tillögurnar auglýstar og kallað eftir formlegum athugasemdum.

Horft frá Skjólvangi og að miðbænum

Þegar tillögurnar verða auglýstar er athugasemdarfrestur að lágmarki 6 vikur og þurfa athugasemdir að vera skriflega og rökstuddar.

Eftir endanlega afgreiðslu þarf að liggja fyrir greinargerð með rökstuðningi með endanlegri afgreiðslu og hvernig brugðist hafi verið við athugasemdum.

Skoða má tillöguna með skýringartillögum hér.

Fyrsta tillaga sem gerði ráð fyrir 14 húsum og að önnur akreinin á Hjallabraut yrði tekin undir hús

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2