fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkipulagsmálAfgreiðslu á Ásvallabraut frestað fram yfir kosningar

Afgreiðslu á Ásvallabraut frestað fram yfir kosningar

Ekki ágreiningur um legu brautarinnar í bæjarstjórn

Skipulags- og byggingarráð samþykkti fyrir skömmu deiliskipulag vegna lega nýrrar Ásvallabrautar og var málið tekið til afgreiðslu bæjarstjórnar sl. miðvikudag.

Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs, upplýsti að lega vegarins hafi skoðað mjög ítarlega alla möguleika á legu hennar. Sagði hann veginn lengi hafa verið á aðalskipulagi og áður en byggð hófst í Áslandi. Sagði hann veginn ætlaðan sem tengibraut á milli Valla og Áslands og fólk í hverfunum hafi gert ráð fyrir honum. Upplýsti hann að vegurinn yrði með 50 km hraða með einni akrein í hvora átt og í greiningu hafi komið fram að mikill ábati væri af lagningu hans.

Ásvallabrautin eins og áætlað er að hún liggi við Ásland 3

Árið 2014 komu fram mótmæli frá íbúum í Áslandi 3 og hestamönnum á íbúafundi og í framhaldi af því var kannaður möguleiki á því að færa veginn suður fyrir hesthúsin í Hlíðarþúfum og var vegurinn teiknaður. Kom í ljós að vegstæðið yrði mjög erfitt vegna mikils landhalla þar sem brjóta þyrfti 12-15 m niður til að koma veginum fyrir. Þótti þessi útfærsla ekki raunhæf.

Tillaga að legu Ásvallabrautar þar sem hún tengist Skarðshlíð

Þess í stað var vegurinn færður 20-30 m neðar og fjár húsunum í Áslandi 3 og hætt við tengingu við Brekkuásinn. Vegna athugasemd um hljóðvist voru fengin ný gögn en niðurstaða áfram sú sama, að með áætluðum 2,5-3 m hljóðmana yrði hljóðvist í öllum húsum innan viðmiðunarmarka.

Sagði Ingi að enginn ágreiningur hafi verið um málið í skipulags- og byggingarráði og sagði hann verulega hafi verið komið á móts við athugasemdir íbúa.

Unnur Lára Bryde, sem ekki hlaut brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og hverfur úr bæjarstjórn eftir kosningar, sagðist undrast að bæjarstjórn ætli að taka svo margar ákvarðanir þegar nokkrir dagar væru til kosninga og taldi bæjarstjórnina í raun umboðslausa. Lagði hún til að málinu yrði frestað og sett í hendur nýrrar bæjarstjórnar að afgreiða.

Ólafur Ingi Tómasson og Gunnar Axel Axelsson tóku báðir undir það að fresta afgreiðslu þó þeir teldu báðir líkur á að afgreiðslan yrði sú sama. Helga Ingólfsdóttir taldi málið hafa fengið mikla umræðu og marg oft væri búið að fara yfir það og taldi ekkert að vanbúnaði að samþykkja það á fundinum en samþykkti þó að málinu yrði vísað til afgreiðslu í nýrri bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkti síðan samhljóða að málinu yrði frestað.

Fulltrúi íbúa í Áslandi afhenti oddvita VG undirskriftarlista rúmlega 200 íbúa á bæjarstjórnarfundinum sem var “Óánægja á meðal íbúa Áslands 3 vegna þriggja vega á aðalskipulagi Hafnarfjarðar á um 200 metra landsvæði fyrir neðan hverfið.”

Listinn kom ekki til umræðu á fundinum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2