fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirBæjarráð ákveður hver fær sumarhúsalóðina - Enginn umsóknarfrestur auglýstur

Bæjarráð ákveður hver fær sumarhúsalóðina – Enginn umsóknarfrestur auglýstur

Var ákveðnum aðila ætluð lóðin?

Tilkynnt hefur verið að bæjarráð muni taka afstöðu til umsókna um lausa sumarhúsalóð í Sléttuhlíð, en Fjarðarfréttir vakti athygli á því að lóðin væri til sölu án þess að hún væri nokkurs staðar sérstaklega auglýst.

Vísað er í „Almennar reglur um úthlutun lóða og byggingarréttar“ sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 21. júní 2017.

Þar segir m.a. í 1. grein: „Allar byggingarlóðir skulu að jafnaði auglýstar lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur skal ekki vera skemmri en tvær vikur“.

Enginn umsóknarfrestur var kynntur á síðu um lausar lóðir eða í frétt á vef bæjarins sem birt var eftir að Fjarðarfréttir birti frétt um lóðasöluna.

Margir hafa undrast hvers vegna allt í einu núna er verið að auglýsa lóðina sem hingað til hefur ekki verið hægt að kaupa. Þá undrast menn hvers vegna ekki var óskað eftir tilboðum í hana til að fá sem hæst verð en gangverð á lóðum með ræfilslegum húsum hefur verið langtum hærra en auglýst verð.

Við mat á umsóknum einstaklinga er horft til skv. reglunum:

  • möguleika umsækjanda til að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma
  • hafi umsækjandi áður fengið úthlutað byggingarlóð í bænum er heimilt að taka mið af fyrri byggingarsögu

Þeir sem Fjarðarfréttir hafa rætt við telja að að búið hafi verið að ákveða hver ætti að fá lóðina þegar ákveðið var að selja hana en fjölmargar umsóknir hafa borist og ekki víst að hægt verði að ganga fram hjá mörgum til að úthluta ákveðnum.

Hafnarfjarðarbær býður frístundalóð til sölu á 6,5 milljónir kr. í Sléttuhlíð

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2