fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirDeiliskipulag fyrir 6 íbúðir við Hlíðarbraut auglýst

Deiliskipulag fyrir 6 íbúðir við Hlíðarbraut auglýst

Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 10. mars sl. að auglýsa tillögur að breyttu deiliskipulagi og aðalskipulagi fyrir Hlíðarbraut 10 og vísaði samþykktinni til staðfestingar í bæjarstjórn og verður málið tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi sem nú stendur yfir og var deiliskipulagið samþykkt samhljóða eftir nokkra umræðu.

Skipulagið fyrir og eftir.

Er þetta lóð þar sem leikskólinn Kató var og gert er því ráð fyrir að húsið sem stendur þar núna verði rifið eða fjarlægt.

Gert er ráð fyrir að lága útbyggingin hverfi.

Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á lóð St. Jósepsspítala, Suðurgötu 41 og að tekið verði af lóðinni til að koma húsum fyrir við Hlíðarbraut. Er gert ráð fyrir að austustu útbyggingar við kapelluna verði rifnar, kvöð verði gerð um göngustíg í leið gamla Jófríðarstaðarvegar og að bílastæði á lóðinni verði 34 og 6 bílastæði við Suðurgötu.

Nýbyggingar verða fjórar, tvö einbýli og tvö tvíbýli.

Í tillögunum segir að leitast verði við að bílastæðamál verði leyst innan lóðar og taki mið af stærð íbúða, en staðfest var þó á fundinum að aðeins væri gert ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverja íbúð. Upplýsti formaður skipulags- og byggingarráðs að þeir sem fengju lóðirnar gætu síðan sótt um deiliskipulagsbreytingu vildu þeir fleiri bílastæði.

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi bókaði áhyggjur sínar af framtíð Þóruklappar sem hún taldi mikilvægt að vernda.

Tillagan gerir auk þess ráð fyrir breytingu á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hringbrautar vegna umferðaröryggis.

Gert er ráð fyrir að húsin verði með einhalla þökum og að þakskegg nái mest 5 cm út fyrir vegg.

Til að þetta geti orðið þarf  að breyta landnýtingarákvæði í aðalskipulagi og er samhliða deildiskipulagstillöginni kynnt breyting á aðalskipulagi reits S20.

Hlíðarbraut

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2