fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirSkipulagsmálGamla húsnæði Kató hverfur skv. nýjum tillögum

Gamla húsnæði Kató hverfur skv. nýjum tillögum

Nesnúpur eigandi húsanna að Suðurgötu 44, þar sem áður hýsti leikskóla kaþólsku nunnanna og kallaðist í daglegu tali Kató, hefur óskað eftir að fá að rífa húsin og reisa þar 15 íbúða íbúðabyggð, alls 1.500 m². Á byggðin að mynda klasa af stökum og meira samsettum byggingum.

Húsin, gamla húsnæði Kató og íþróttahúsið, átti skv. deiliskipulagi að verða breytt í íbúðarhúsnæði en Hafnarfjarðarbær lét gera úttekt á húsunum og í ljósi hennar var ákveðið að nýta húsin áfram og breyta þeim í íbúðir. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 12-15 misstórum íbúðum  í núverandi húsum.

Ásýnd hverfisins úr lofti, fyrir og eftir breytingar. Þó er sýnt grænt svæði þar sem nú eru bílastæði við Hamarsbraut. – Mynd: ASK arkitektar

Nesnúpur sem keypti húsin telja þau hins vegar í miklu verra ástandi og ekki borgi sig að breyta þeim í íbúðir og leggja því fram drög að breyttu deiliskipulagi.

Ásýnd að lóðinni í SV. – Mynd: ASK arkitektar.

Byggingarnar sem Nesnúpur vill byggja, eru staðsettar nær götu en núverandi bygging og í tillögum ASK arkitekta til bæjaryfirvalda segir að þær taki upp smágert byggðarmynstur í umhverfinu en „tali líka við stóru bygginguna þ.e. St Jósefsspítla“.

Leitast sé við að gera götumyndina þéttari og heillegri en hún er í dag. Með litavali sé leitast við að fá sterka heild sem þó falli vel inn í umhverfið.

Punktalínan sýnir útlínur núverandi húsa. Húsnæði St. Jó. til hægri. – Mynd: ASK arkitektar.

„Góðir stígar liggja í gegn um byggðaklasann og tengjast skjólgóðu leiksvæði í suðurgarði.
Megin byggingarmassinn heldur sér innan marka gömlu byggingar annarsvegar og á fyrirhuguðum bílastæðum hinsvegar. Í kjallara eru stæði fyrir 15 bíla ásamt geymslum, hjól-. vagna- og sorpgeymslum. Innkeyrsla er höfð nálægt Suðurgötu svo umferð fari ekki langt inn í fíngert hverfið (Hamarsbraut).“

Íbúðir eru ýmist á einni eða tveimur hæðum.

Málið var kynnt á síðasta fundi skipulags- og byggingarráðs en það fellur í hlut nýs ráðs eftir kosningar að afgreiða málið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2