fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkipulagsmálHefja undirbúning að íbúðasvæði meðfram Áslandsbraut

Hefja undirbúning að íbúðasvæði meðfram Áslandsbraut

Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hafin verði undirbúningur að deiliskipulagi Áslands 4, 5 og miðsvæði Áslands. Ásland 4 og 5 eru svæði sem koma í beinu framhaldi af Áslandi 3 og eru merki ÍB11 á aðalskipulagi en miðsvæði er einnig merkt ÍB11 en liggur sunnan við nýju Ásvallabrautina en í aðalskipulagi er þar gert ráð fyrir rými fyrir samfélagsþjónustu og verslun og þjónustu.

Svæðin ofarlega á mynd merkt ÍB11 eru það sem eiga að verða Ásland 4 og Ásland 5.

Að sögn Ólafs Inga Tómassonar, formanns skipulags- og byggingarnefndar er þó enn ekki víst hvort farið verði af stað með miðsvæðið strax.

Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar eru áætlaðar 575 íbúðir, þar af 205 í einbýlishúsum, 140 í rað- og parhúsum og 235 í fjölbýlishúsum í Áslandi 4 og 5 en 200 íbúðir í fjölbýlishúsum á miðsvæði Áslands og 75 í rað- og parhúsum.

Í greinargerð með aðalskipulaginu frá 2014 var reiknað með að þessum lóðum yrði úthlutað á árunum 2016-2022.

Háspennulínur þurfa að víkja

Á fundi skipulags- og byggingarráðs var bókað að Hamraneslínur hafi tafið uppbyggingu og eðlilega íbúaþróun í Hafnarfirði um mörg ár. Til að uppbygging geti farið af stað í Áslandi 4 og 5 þurfi Hamraneslínur að víkja og Hnoðraholtslína að fara í jörð.

Skipulags- og byggingarráð beinir því til bæjarstjóra að hafnar verði viðræður við Landsnet um ofangreindar línur.

Ásvallabrautin á að verða tilbúin síðar á þessu ár.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2